Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þá er það næsta Bava mynd úr safninu. Kill Baby, Kill er draugasaga sem gerist í drungalegu smáþorpi á Ítalíu. Draugurinn er lítil stelpa (sem er reyndar leikin af strák með kollu), eitthvað sem hefur örugglega haft áhrif á allar J-horror myndir undanfarina ára. Annars sér maður ýmsa hluti í þessari mynd sem menn hafa greinilega stolið eða afritað á síðari tímum...sumt má kannski kalla homage. Þessi mynd er almennt talin ein af helstu meistaraverkum Bava og hún stendur undir því. Andrúmsloftið er drungalegt og gothic stíllinn fær að njóta sín. Ég get ekki sagt að myndin hafi hrætt mig en á sýnum tíma hefur hún örugglega verið mun áhrifameiri. Myndin er í lit og lítur ótrúlega vel út. Góð mynd.