Náðu í appið
Aqua Teen Hunger Force Colon Movie Film for Theaters

Aqua Teen Hunger Force Colon Movie Film for Theaters (2007)

Aqua Teen Hunger Force: The Movie

1 klst 26 mín2007

Myndin hefst í Egyptalandi þar sem ráðist er á Master Shake, Frylock og Meatwad af risastórum púðluhundi, sem drepur Frylock áður en Shake nær að drepa hann.

Rotten Tomatoes49%
Metacritic54
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára

Söguþráður

Myndin hefst í Egyptalandi þar sem ráðist er á Master Shake, Frylock og Meatwad af risastórum púðluhundi, sem drepur Frylock áður en Shake nær að drepa hann. Shake og Meatwad keyra burt með líkið af Frylock, og hitta Time Lincoln, sem ætla að endurlífga Frylock; en þegar CIA, leyniþjónustan, brýst inn í húsið, þá flýja the Aqua Teens í geimskipi úr timbri, og Tim Lincoln er drepinn. Þetta er hinsvegar, í raun tilbúin saga sem Shake segir til að skýra uppruna Aqua Teen Hunger Force fyrir Meatwad. Shake útskýrir svo fyrir Meatwad að konur laðist eingöngu að frábærum líkamsvexti, og fer svo að æfa sig í nýja líkamsræktartækinu sínu, Insane-O-Flex. Saman þá fara þeir að leita að týndum varahlut úr æfingatæki sem reynist svo vera miklu meira en bara æfingatæki, og þeir kynnast Oglethorpe og Emory, verum úr framtíðinni, og vélmenni sem segist vera andi liðinna jóla. Einnig hitta þeir Dr. Weird, klikkaðan illan vísindamann, sem er hrifinn af dulargervum og vill hefna sín á Hunger Force; McPee Pants, köngulónni rappandi, sem er klædd sundhettu og bleyju, og hinum kostulegu Ignignokt og Err, tvívíðum þorpurum frá dögum Pokey og Atari tölvuleikjanna.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Dave Willis
Dave WillisLeikstjóri
Matt Maiellaro
Matt MaiellaroLeikstjóri

Framleiðendur

Williams StreetUS
Radical AxisUS