Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The X Files: I Want to Believe 2008

(The X-Files 2, The X-Files: Movie, The X-Files:Done One)

Frumsýnd: 13. ágúst 2008

"To find the truth, you must believe"

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 32% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Söguþræðinum er enn haldið undir feldi, en myndin mun allavega byggjast á frægustu og bestu X-Files þáttunum. Mulder heldur enn áfram að leita að svari við öllum heimsins spurningum og Scully keyrir hann áfram með gáfum sínum og raunsæu viðhorfi á ástandinu sem er til staðar á hverjum tíma fyrir sig.

Aðalleikarar

Hörmung!!!
Ég ætla reyna að hafa þessa gagnrýni sem styðsta því ég tel þessa mynd ekki eiga skilið langa gagnrýni. Mér fannst þessi mynd alveg ömurleg. Illa leikin, engan veginn í takt við þættina, hélt manni aldrei spenntum, og bara virkaði engan veginn. Ég ætla vona svo innilega að þetta fyrirbæri sem X-files er hætti núna, því þeir eru fyrir lifandis löngu búnir að eyðileggja þáttaraðirnar, og núna ná þeir ætlunarverkinu um að rústa öllu með bíómyndinni X-files: I want to believe. Ef þið viljið horfa á alvöru X-files, horfið á fyrstu seríurnar eða jafnvel Fight for the future myndina. Sleppið því að fara á þessa. Hún er engan veginn þess virði að eiða 1000 kalli á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn