Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

54 1998

(Fifty-Four, Studio 54 )

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 12. febrúar 1999

Sex. Drugs. Disco. Everything was in excess.

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 33
/100
Heather Matarazzo tilnefnd til Young Artist Awards fyrir leik í dramamynd. Ellen Albertini Dow og Ryan Philippe bæði tilnefnd til Razzie verðlauna fyrir verstan leik.

Sagan af hinu sögufræga diskóteki í New York, Studio 54, sem kókaínfíkillinn Steve Rubell átti og rak. Diskótekið var vinsælt meðal fína og fræga fólksins og í myndinni eru sagðar sögur af nokkrum persónum samhliða, sem margar voru á barmi taugaáfalls.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Sæmileg mynd sem segir frá diskóklúbb einum í New York borg á áttunda áratugnum sem kallaður var Studio 54. Draumur eiganda klúbbsins, sem leikinn er af Mike Myers, var að búa til stað þar sem frægt fólk og almúginn gætu skemmt sér saman. Sagan er sögð út frá sjónarhorni ungs Jersey búa, leikinn af Ryan Phillipe, sem dreymir um að umgangast fræga fólkið og verða eitthvað meira en hann er. Gallinn er samt sá að Phillipe á ekki séns í að halda myndinni uppi og helstu leiktilþrifin í þessari mynd eru tvímælanlaust hjá Mike Myers sem að ég hefði varla þekkt hefði ég ekki vitað fyrirfram að hann væri í myndinni. Neve Campbell og Salma Hayek eru í minni hlutverkum og skila þeim ágætlega. Það er mikið af nekt í myndinni og frekar smekklausum samfarasenum sem mér fannst ekki vera til staðar til að þess að þjóna söguþræðinum. Þegar allt kemur til alls er þetta frekar innihaldslaus mynd sem skartar litlu öðru en þokkalegri tónlist og góðum aukaleikurum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn