Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mynd með tennur
Teeth er mynd um menntaskólastelpu með tennur...uh þarna niðri. Það eru óþekktir leikarar í öllum hlutverkum en mér fannst það ekki koma að sök. Við kynnumst Dawn (Jess Weixler) sem er ötull talsmaður skirlífs og heldur ræður fyrir ung börn um hættur sem fylgja kynlífi. Mér fannst það vera frekar óljóst hvort að hún væri hreinlega að misskilja þetta allt saman af því að það er hættulegt að sofa hjá henni. Hún virtist ekki vita í upphafi myndar að hún væri öðruvísi sem er mjög skrítið. Maður hefði haldið að þetta hefði uppgvötast snemma og verið lagað af læknum, en maður á víst ekki að hugsa svo langt.
Myndin á mögulega að vera myndlíking fyrir hættur sem fylgja kynlífi en ég er ekki viss. Maður fær aldrei að sjá dýrið sem er pínu svindl. Á hinn bóginn eru sýndar limlestingar (bókstaflega) á karlmönnum mjög greinilega. Mér fannst persóna bróður Dawn vera mjög ótrúverðug og það truflaði mig. Ég skemmi ef ég útskýri nánar. Annars fannst mér líka ótrúlegt hvað Dawn breyttist fljótt úr því að vera blásaklaus í einhverskonar rándýr. Þetta er áhugaverð mynd og vissulega öðruvísi. Ekkert meistaraverk en ég mun allavega ekki gleyma henni í bráð.
Þetta er ekki fyrsta myndin um kynfæri kvenna. Eftir örstutta leit fann ég þessar: Sexual Parasite: Killer Pussy (2004) og Penetration Angst (2003). Þekki einhver fleiri?
Teeth er mynd um menntaskólastelpu með tennur...uh þarna niðri. Það eru óþekktir leikarar í öllum hlutverkum en mér fannst það ekki koma að sök. Við kynnumst Dawn (Jess Weixler) sem er ötull talsmaður skirlífs og heldur ræður fyrir ung börn um hættur sem fylgja kynlífi. Mér fannst það vera frekar óljóst hvort að hún væri hreinlega að misskilja þetta allt saman af því að það er hættulegt að sofa hjá henni. Hún virtist ekki vita í upphafi myndar að hún væri öðruvísi sem er mjög skrítið. Maður hefði haldið að þetta hefði uppgvötast snemma og verið lagað af læknum, en maður á víst ekki að hugsa svo langt.
Myndin á mögulega að vera myndlíking fyrir hættur sem fylgja kynlífi en ég er ekki viss. Maður fær aldrei að sjá dýrið sem er pínu svindl. Á hinn bóginn eru sýndar limlestingar (bókstaflega) á karlmönnum mjög greinilega. Mér fannst persóna bróður Dawn vera mjög ótrúverðug og það truflaði mig. Ég skemmi ef ég útskýri nánar. Annars fannst mér líka ótrúlegt hvað Dawn breyttist fljótt úr því að vera blásaklaus í einhverskonar rándýr. Þetta er áhugaverð mynd og vissulega öðruvísi. Ekkert meistaraverk en ég mun allavega ekki gleyma henni í bráð.
Þetta er ekki fyrsta myndin um kynfæri kvenna. Eftir örstutta leit fann ég þessar: Sexual Parasite: Killer Pussy (2004) og Penetration Angst (2003). Þekki einhver fleiri?
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Roadside Attractions
Kostaði
$2.000.000
Tekjur
$2.340.110
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
30. júlí 2008