Aðalleikarar
Leikstjórn
Góð afþreying
Hjartaknúsarinn Richard Gere og ofurskvísan Diane Lane leiða saman hesta sína í dúnmjúkri og súkkulaðihjúpaðri ástarsögu. Paul Flanner læknir (Richard Gere) á í erfiðleikum og fer til Norður Karólínu og gistir á hóteli þar sem Adrienne Willis (Diane Lane) tekur á móti honum. Þau tengjast sterkum böndum og í faðmi hvors annars finna þau ákveðinn styrk sem gerir þeim kleift að halda áfram með lífið.
Hjartaknúsarinn Richard Gere og ofurskvísan Diane Lane leiða saman hesta sína í dúnmjúkri og súkkulaðihjúpaðri ástarsögu. Paul Flanner læknir (Richard Gere) á í erfiðleikum og fer til Norður Karólínu og gistir á hóteli þar sem Adrienne Willis (Diane Lane) tekur á móti honum. Þau tengjast sterkum böndum og í faðmi hvors annars finna þau ákveðinn styrk sem gerir þeim kleift að halda áfram með lífið.
Nights in Rodante er byggð á sögu Nicholas Sparks sem gerði garðinn frægan með sögu sinni The Notebook. Þessi mynd nær hins vegar ekki sömu hæðum og The Notebook en ástarsamband Gere og Lane er ekki nógu trúverðugt og sagan eilítið fyrirsjáanleg. Hins vegar býr myndin og leikararnir yfir ákveðnum sjarma sem ekki er hægt að gera lítið úr. Myndin er því góð afþreying og ómissandi fyrir aðdáendur rómantískra mynda enda allt of lítið framleitt af þeim.
María Margrét Jóhannesdóttir
kvikmyndir.com
Góð rómantísk mynd
Mér fannst þessi mynd vera betri en ég átti von á. Hún var auðvitað örlítið klisjukennd en ekki jafn fyrirsjáanleg og maður mætti halda. Í byrjun heldur maður að þetta sé um miðaldra aðþrengda konu að finna og að allir lifa hamingjusamir til æviloka. Diane Lane eins og margir vita er rosalega mikið fyrir að leika sömu persónuna nýskilna rosalega "desperate" konu, en í þessari mynd stendur hún sig mun betur en maður myndi halda og tengist maður persónu hennar í myndinni og byrjar að finna fyrir tifinningum hennar. Richard Gere leikur eins og vanalega ríkan sjarmör og stendur sig vel í því hlutverki. Mér fannst hann ekki standa sig jafn vel og Diane en hann kom samt vel út í myndinni. Ég myndi algerlega mæla með þessari mynd fyrir eldri konur eða stelpur sem hafa áhuga á sorglegum og djúpum rómantískum myndum eins og Notebook.
Mér fannst þessi mynd vera betri en ég átti von á. Hún var auðvitað örlítið klisjukennd en ekki jafn fyrirsjáanleg og maður mætti halda. Í byrjun heldur maður að þetta sé um miðaldra aðþrengda konu að finna og að allir lifa hamingjusamir til æviloka. Diane Lane eins og margir vita er rosalega mikið fyrir að leika sömu persónuna nýskilna rosalega "desperate" konu, en í þessari mynd stendur hún sig mun betur en maður myndi halda og tengist maður persónu hennar í myndinni og byrjar að finna fyrir tifinningum hennar. Richard Gere leikur eins og vanalega ríkan sjarmör og stendur sig vel í því hlutverki. Mér fannst hann ekki standa sig jafn vel og Diane en hann kom samt vel út í myndinni. Ég myndi algerlega mæla með þessari mynd fyrir eldri konur eða stelpur sem hafa áhuga á sorglegum og djúpum rómantískum myndum eins og Notebook.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Nicholas Sparks, Peter Andersson, John Romano
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures/Village Roadshow
Tekjur
$84.375.061
Vefsíða:
nightsinrodanthe.warnerbros.com
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. október 2008