Berlín kallar (2008)
Berlin Calling
Teknóplötusnúðurinn og framleiðandinn Martin Krakow – betur þekktur sem DJ Ickarus – hefur verið á stanslausu ferðalagi um klúbba og útihátíðir heimsins ásamt kærustu sinni...
Bönnuð innan 12 ára
Kynlíf
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
Teknóplötusnúðurinn og framleiðandinn Martin Krakow – betur þekktur sem DJ Ickarus – hefur verið á stanslausu ferðalagi um klúbba og útihátíðir heimsins ásamt kærustu sinni og umboðsmanni Mathilde. Eiturlyfjaneysla Martins fer stöðugt vaxandi og eftir heimkomutónleika í Berlín lýkur hann nóttinni á geðdeild. Það er kornið sem fyllir mælinn, Mathilde slítur sambandinu við hann, útgáfufyrirtækið segir honum upp og í kjölfarið strýkur Martin af spítalanum í leit að meira dópi. Smám saman verður honum þó ljóst að hann verður að taka sig saman í andlitinu – en tekst honum það?
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur











