Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Paul Blart: Mall Cop 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. mars 2009

Öryggið fer aldrei í frí

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Paul Blart: Mall Cop er nýjasta mynd gamanleikarans góðkunna, Kevin James, en hann er hér í hlutverki öryggisvarðarins Paul Blart, sem vinnur sem svokölluð verslunarmiðstöðvarlögga. Á sínum tíma reyndi Paul að komast í lögregluna en komst ekki inn sökum sykursýki. nú vinnur hann við að vakta verslunarmiðstöð og tekur starf sitt mjög alvarlega, en fær... Lesa meira

Paul Blart: Mall Cop er nýjasta mynd gamanleikarans góðkunna, Kevin James, en hann er hér í hlutverki öryggisvarðarins Paul Blart, sem vinnur sem svokölluð verslunarmiðstöðvarlögga. Á sínum tíma reyndi Paul að komast í lögregluna en komst ekki inn sökum sykursýki. nú vinnur hann við að vakta verslunarmiðstöð og tekur starf sitt mjög alvarlega, en fær þrátt fyrir það enga viðurkenningu frá samstarfsmönnum sínum eða viðskiptavinum. Hann fellur fyrir sjoppueigandanum Amy (Jayma Mays) en gengur treglega að vinna hylli hennar,þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar hópur dulbúinna ræningja tekur yfir verslunarmiðstöðina verður það skyndilega hlutskipti Pauls að verða hetjan, en getur hann ráðið við verkefnið? ... minna

Aðalleikarar

Svo ófyndin að þér verður illt
Paul Blart: Mall Cop er niðurstaðan ef þú tækir söguþráðinn úr fyrstu Die Hard-myndinni og breyttir honum í gamanmynd keyrða af fitubröndurum og ærslagangi. Kevin James leikur titilpersónuna, sem er nokkurn veginn eins og John McClane, þ.e.a.s. ólíkleg hetja á vitlausum stað á vitlausum tíma. Munurinn er auðvitað sá að Blart er feitur og hálf sorglegur maður sem verður talinn töffari sama dag og David Schwimmer mun hljóta sama titil.

Þessi mynd er virkilega, virkilega slöpp. Hún lætur King of Queens-þættina líta út eins og Firefly. Eins mikið og ég yfirleitt kann vel við Kevin James þá er hann ekki par fyndinn hérna. Það er pínu skondið að sjá hann hafa húmor fyrir þyngdinni sinni, en um leið og þeir brandarar fjölfaldast fær maður heldur betur leið á þeim. Handritið er líka þunnt og vægast sagt fyrirsjáanlegt út frá öllum hliðum, og klisjurnar gera áhorfið enn óbærilegra. Annars er titilpersónan - sem og allar aðrar persónur myndarinnar - bara svo leiðingjörn og aulaleg að myndin missir allan séns á því að maður haldi eitthvað upp á hana.

Kallið mig hallærislegan, en ég á persónulega voða erfitt með að hafa gaman að svona þreyttum og einhæfum húmor sem gæti rétt eins verið skrifaður af 8 ára gömlum krakka sem elskar að gera grín að feitu fólki. Kemur kannski ekkert á óvart, enda hafa Happy Madison framleiðslur sjaldan verið eitthvað merki um gæði... eða þroska. Annars, ef þið hafið enn áhuga að sjá Paul Blart, þá skuluð þið huga að því fyrirfram að leikstjórinn sé sá sami og gerði ræmur á borð við Are We Done Yet?, Rebound og Daddy Day-Care. Hljómar alveg rosalega spennandi, ekki satt?

Forðist þessa!

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.01.2016

Versta kvikmyndin valin í febrúar

Fimm rándýrar Hollywood myndir keppa um titilinn Versta mynd ársins 2015 á 36. árlegu Razzie verðlaunahátíðinni í febrúar nk.,  en tilnefningar til verðlaunanna voru birtar í dag. Á meðal mynda sem tilnefndar eru sem versta mynd eru Fifty Shades of ...

27.12.2015

50 vinsælustu myndir ársins

Everest er vinsælasta mynd árins samkvæmt topplista sem birtist í nýjasta hefti Mynda mánaðarins, en listinn er byggður á bíóaðsókn frá 1. janúar 2015  - 14. desember 2015. Vinsældir Everest þurfa ekki að koma nein...

05.05.2015

Avengers enn á toppnum

Ofurhetjumyndin Avengers: Age of Ultron trónir enn á toppi vinsældarlista yfir aðsóknarmestu myndirnar í kvikmyndahúsum á Íslandi. Alls sáu tæplega 6.500 landsmenn myndina yfir helgina og hafa rúmlega 28.000 manns séð m...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn