Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það slæma verður aftur gott
Myndin Secret life of bees fjallar um fjórtán ára stelpu Lily, sem er með það á samviskunni að hafa drepið mömmu sína þegar hún var fjögurra ára, pabbi hennar er mjög vondur við hana. Hann vill ekki segja henni neitt um móður hennar og finnst Lily eins og hluti af lífi hennar sé óleystur. Eina jákvæða í lífinu hennar er svarta þjónustustelpan Rosalee heima hjá henni, en eftir að hún er sett í fangelsi fyrir að hlýða ekki hvítum manni þá ákveður Lily að flýja með henni. Þær fara til bæjar skammt hjá og leita þær sér skjóls hjá þreumur svörtum systrum sem að rækta hunang. Þar kynnist Lily gæsku í fyrsta sinn á ævi sinni inni á heimili og kemst hún að mörgu um mömmu sína og sig á þessum stað. Myndin fjallar einnig um baráttu svertingja gagnvart kynþáttafordómum og dregur hún upp sérstaka mynd þar sem hvít stelpa er að alast upp hjá svertingjum. Myndin er sorgleg en samt gleðileg á sama tíma, því Lily verður mjög hamingjusöm hjá konunum. Leikurinn er sérstaklega góður hjá Dakotu Fanning sem er aðeins fjórtán ára að leika þetta hlutverk ásamt óskarsverðlaunahafanum Jennifer Hudson. Ég var ánægð með þessa mynd hún var góð og skildi eitthvað eftir sig.
Myndin Secret life of bees fjallar um fjórtán ára stelpu Lily, sem er með það á samviskunni að hafa drepið mömmu sína þegar hún var fjögurra ára, pabbi hennar er mjög vondur við hana. Hann vill ekki segja henni neitt um móður hennar og finnst Lily eins og hluti af lífi hennar sé óleystur. Eina jákvæða í lífinu hennar er svarta þjónustustelpan Rosalee heima hjá henni, en eftir að hún er sett í fangelsi fyrir að hlýða ekki hvítum manni þá ákveður Lily að flýja með henni. Þær fara til bæjar skammt hjá og leita þær sér skjóls hjá þreumur svörtum systrum sem að rækta hunang. Þar kynnist Lily gæsku í fyrsta sinn á ævi sinni inni á heimili og kemst hún að mörgu um mömmu sína og sig á þessum stað. Myndin fjallar einnig um baráttu svertingja gagnvart kynþáttafordómum og dregur hún upp sérstaka mynd þar sem hvít stelpa er að alast upp hjá svertingjum. Myndin er sorgleg en samt gleðileg á sama tíma, því Lily verður mjög hamingjusöm hjá konunum. Leikurinn er sérstaklega góður hjá Dakotu Fanning sem er aðeins fjórtán ára að leika þetta hlutverk ásamt óskarsverðlaunahafanum Jennifer Hudson. Ég var ánægð með þessa mynd hún var góð og skildi eitthvað eftir sig.