Náðu í appið
The Secret Life of Bees

The Secret Life of Bees (2008)

"Hún hefði ekki getað strokið á betri stað"

1 klst 54 mín2008

The Secret Life of Bees er dramatísk mynd með ævintýraívafi og skartar Queen Latifah, Dakota Fanning og Jennifer Hudson í aðalhlutverkum.

Rotten Tomatoes60%
Metacritic57
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:FordómarFordómar

Hvar má horfa

Söguþráður

The Secret Life of Bees er dramatísk mynd með ævintýraívafi og skartar Queen Latifah, Dakota Fanning og Jennifer Hudson í aðalhlutverkum. Gerist hún í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum árið 1964. Segir myndin frá Lily Owens (Fanning), 14 ára gamalli stúlku sem missti móður sína og á mjög erfitt með að komast í gegnum sorgarferlið vegna missis síns. Hún leitar ýmissa leiða til að flýja hið einmanalega líf sem hún lifir, en samband hennar við föður sinn (Paul Bettany) hefur lengi verið afar stirt. Hún ákveður einn daginn að strjúka að heiman ásamt Rosaleen (Hudson), sem hefur séð mikið um hana og er í raun eina vinkona hennar. Fara þær til bæjar í Suður-Karólínu þar sem þær komast að ýmsu um fortíð móður Lilyar. Þar hitta þær einnig hinar sjálfstæðu og úrræðagóðu Boatwright-systur (Latifah, Sophie Okonedo og Alicia Keys), og fá húsaskjól hjá þeim. Það líður þó ekki á löngu þar til Lily þarf að horfast í augu við fortíð sína á ný…

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Dune Entertainment IIIUS
Fox Searchlight PicturesUS
The Donners' CompanyUS
Overbrook EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (1)

Það slæma verður aftur gott

Myndin Secret life of bees fjallar um fjórtán ára stelpu Lily, sem er með það á samviskunni að hafa drepið mömmu sína þegar hún var fjögurra ára, pabbi hennar er mjög vondur við hana....