Náðu í appið
Columbus Day

Columbus Day (2008)

"A Brilliant Thief. His Final Heist. The Score of a Lifetime."

1 klst 30 mín2008

Columbus Day er spennumynd með Val Kilmer, Marg Helgenberger og Wilmer Valderrama í aðalhlutverkum.

Deila:
14 áraBönnuð innan 14 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Columbus Day er spennumynd með Val Kilmer, Marg Helgenberger og Wilmer Valderrama í aðalhlutverkum. Kilmer leikur þjófinn John Cologne, sem á langan feril að baki sem glæpamaður. Hann fær þó möguleika á stærsta ráni sínu á ævinni, en þegar það á að framkvæma það lendir John í miklum vandræðum og er ránstilraunin á hraðri leið í ræsið, ásamt John sjálfum, nái hann ekki að koma lagi á hlutina, og t.a.m. hrista af sér lögreglumanninn Daniels (Michael Muhney). Á sama tíma og þessi vandræði ríða yfir John þarf hann nauðsynlega að koma lagi á samband sitt við fyrrum eiginkonu sína, Alice (Helgenberger). Eina hjálpin sem John fær við ránið er frá ungum en metnaðarfullum glæpafélaga hans, Max (Valderrama), en það er spurning hvort þátttaka Max hjálpi í raun og veru eða sé bara til trafala.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Eric Bonicatto
Eric BonicattoLeikstjóri

Framleiðendur

Bert Marcus ProductionsUS