The Tenants (2005)
"Svo nálægt hvor öðrum, en svo fjarlægir."
The Tenants er spennandi dramatísk mynd með Dylan McDermott og Snoop Dogg í aðalhlutverkum.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
Vímuefni
BlótsyrðiSöguþráður
The Tenants er spennandi dramatísk mynd með Dylan McDermott og Snoop Dogg í aðalhlutverkum. McDremott leikur Lesser, þjáðan rithöfund sem er að vinna að því sem á að verða þriðja skáldsaga hans. Hann býr einn í niðurníddu fjölbýlishúsi, og hafnar endalausum boðum eiganda hússins að flytja burt gegn hárri greiðslu. Einn daginn flytur annar rithöfundur inn í húsið, hinn afrísk-ameríski Willie Spearmint (Snoop Dogg). Hann er einnig að vinna að bók, sem hann vonast til að geta klárað sem fyrst. Þeir kynnast smám saman og myndast fljótt ákveðin virðing og vinátta þeirra á milli, en vináttan tekur skyndilega aðra stefnu þegar Lesser verður heillaður af kærustu Willies, hinni fögru Irene.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Myndir
Plaköt
Framleiðendur







