Aðalleikarar
Leikstjórn
Horfði á þessa í bútum um helgina. Þetta er japönskt útgáfa af verki Shakespeare um King Lear eftir einn besta leikstjóra allra tíma Akira Kurusawa. Ég hef séð nokkrar Kurusawa myndir og þetta er allavega sú flottasta. Hún er í lit, sem hjálpar, en svo er bara allt svo vel gert að maður á varla orð. Settin, búningarnir, tónlistin, leikararnir, orustuatriðin eru fyrsta flokks. Myndin er tæpir 3 tímar og maður finnur svolítið fyrir því. Það hefði mátt byrja hraðar, fyrsti klukkutíminn fer bara í spjall sem verður þreytt. Maður sér mjög greinilega hvaða áhrif þessi mynd hefur haft á aðra leikstjóra, sum orustuatriðin til að mynda úr Braveheart virðast vera beint úr Ran.
Myndin er nr. 121 á lista imdb yfir bestu myndir allra tíma. Ran var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leikstjórn, kvikmyndatöku og listræna leikstjórn. Hún vann hinsvegar óskar fyrir búninga sem er ekki skrítið, ótrúlega flottir búningar í þessari mynd.
Það voru um 1.400 aukaleikarar í myndinni enda ekki hægt að margfalda herliðið með tölvutækni líkt og þekkist í dag (LOTR).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
William Shakespeare, Akira Kurosawa, Masato Ide, Hideo Oguni
Kostaði
$11.500.005
Tekjur
$11.859.533
Aldur USA:
R