Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Inside er ein rosalegasta hryllingsmynd sem ég hef séð og ég hef séð þær margar. Spennustigið er hátt næstum allan tíman og maður nær varla andanum. Myndin er ekki 83 mín og eyðir engum tíma í vitleysu. Ég hef ekki séð margar hryllingsmyndir ganga jafn langt og þessa, hún fer inn á mjög mikil taboo svæði og er áhrifaríkari fyrir vikið. Frakkar eru mjög framarlega þegar kemur að hryllingsmyndum, Heute Tension var t.d. frönsk. Frábær mynd, en alls ekki fyrir viðkvæma.
Söguþráður – Spoiler:
Sarah, leikin af Alysson Paradis, er ólétt þegar hún lendir í hræðilegu bílslysi sem kostar manninn hennar lífið. Fjórum mánuðum síðar, þegar barnið er að fara að koma, birtist kona (Béatrice Dalle) eitt kvöldið fyrir utan húsið hennar sem vill fá barnið og ætlar að taka það sama hvað það kostar. Við tekur eitt rosalegasta blóðbað sem ég hef séð.
Um myndina
Leikstjórn
Alexandre Bustillo, Julien Maury
Handrit
Alexandre Bustillo, Julien Maury
Aldur USA:
R