Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Eiturlyfjamyndir er alveg sér flokkur kvikmynda. Þær skiptast oft á tíðum í tvo flokka. Í fyrri flokknum eru eiturlyfjasalar og þar má nefna myndir eins og Scarface, Blow, Pusher og New Jack City. Svo eru það fíklarnir, en mun fleiri myndir virðast hafa verið gerðar um þá. Líklegasta ástæðan er sú að þeir eru kannski dramatískara myndefni og maður fær oft á tíðum að sjá mannveruna eins neðarlega og hún getur komist. Myndir í þessum flokki eru t.d. Panic In Needle Park, Rush, Sid and Nancy, Trainspotting og Requiem For A Dream.
Candy er dópistamynd. Ég horfði á hana fyrst og fremst af því að þetta er ein af síðustu myndum Heath Ledger og maður fær létta James Dean tilfinningu þegar maður horfir á hann núna. Myndin er góð en ekki mjög frumleg. Maður getur spáð fyrir um upp og niðursveiflur áður en myndin byrjar og oftar en ekki hefur maður rétt fyrir sér. Leikurinn hefur hana upp á annað plan, Heath Ledger, Abbie Cornish og Geoffrey Rush eru öll frábær. Mér fannst þetta ánægjuleg áhorfun, myndin er vel kraftmikil og tekst að koma manni í hressandi þunglyndi. Úff, ég held að næsta mynd verði grínmynd.
Nafnið Candy vísar ekki í eiturlyf heldur nafnið á kærstu Ledger í myndinni.
Þegar ég hugsa um það þá eru auðvitað fleiri flokkar en þessir tveir ofangreindir. Það eru myndir sem snúast um baráttuna gegn fíkniefnum eins og Traffic. Svo eru myndir sem eru fullar af eiturlyfjum en snúast ekki endilega um þau eins og The Doors. Annar flokkur er grínmyndir eins og Cheech and Chong og Pineapple Express. Aðrar myndir er erfiðara að flokka, eins og Fear and Loathing In Las Vegas.
Myndin er áströlsk og var tilnefnd til fullt af áströlskum verðlaunum. Handritið var gert eftir skáldsögu Luke Davies.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
ThinkFilm
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. maí 2008