Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Jesús snýr aftur... í zoot-suit.
Eins og fyrirsögn gefur til kynna, þá líklega er þetta furðulegasti vestri allra tíma og vafalaust á meðal sérstökustu kvikmynda sem að ég hef séð. Þetta merkilega verk Downey's Sr. 'Greaser's Palace' virkar á ýmsum stigum, fyrir trúleysingja til að skemmta sér yfir, fyrir hugsuði til að velta fyrir sér og þá einnig húmorista. En Greaser's Palace er einmitt yfirfull af efni sem að hæfa þessum þrem flokkum. Það nær ekki lengra.
Ef að svo vill til að þú veist lítið sem ekkert um myndina, en hefur samt sem áður áhuga, þá mæli ég eindregið.. Nei, ég raunar krefst þess að þú lesir þér sem minnst til um hana. Þetta er ein af þessum myndum, sem að maður má betur leyfa að koma sér á óvart. En ekki misskilja mig sem svo, að Greaser's Palace flokkist sem skylduáhorf fyrir hvern sem er. Ég endurtek, stórfurðulegt verk.
Hún er fyrst og fremst fjarstætt spoof beint að trúarbrögðum, kristni að sjálfsögðu. Jessy birtist okkur, svífandi niður af himnum í fallhlíf, lendir á jörðinni og tekur nokkur dansskref í þessum svakalegu Zoot jakkafötum sínum. Hann ætlar sér að fara til Jerúsalem að verða leikari/söngvari/dansari. Hann gefur sér engu að síður tíma til að lækna fólk og ganga á vatni í leiðinni.
Ég vil helst ekki fara lengra með þessa umfjöllun, þar sem að frekar augljóst er, að ekki er hægt að útskýra Greaser's Palace. Eða hingað til hef ég aðeins komist að því að það þýðir lítið gagn. Ég gæti það varla þótt ég reyndi, enda þykir mér margt langt úr samhengi. En hvað um það, það er tvímælalaust þess virði að gefa því tækifæri.
Eftir allt, get ég aðeins sagt að kvikmynd þessi var hinn fínasti hausverkur.
Eins og fyrirsögn gefur til kynna, þá líklega er þetta furðulegasti vestri allra tíma og vafalaust á meðal sérstökustu kvikmynda sem að ég hef séð. Þetta merkilega verk Downey's Sr. 'Greaser's Palace' virkar á ýmsum stigum, fyrir trúleysingja til að skemmta sér yfir, fyrir hugsuði til að velta fyrir sér og þá einnig húmorista. En Greaser's Palace er einmitt yfirfull af efni sem að hæfa þessum þrem flokkum. Það nær ekki lengra.
Ef að svo vill til að þú veist lítið sem ekkert um myndina, en hefur samt sem áður áhuga, þá mæli ég eindregið.. Nei, ég raunar krefst þess að þú lesir þér sem minnst til um hana. Þetta er ein af þessum myndum, sem að maður má betur leyfa að koma sér á óvart. En ekki misskilja mig sem svo, að Greaser's Palace flokkist sem skylduáhorf fyrir hvern sem er. Ég endurtek, stórfurðulegt verk.
Hún er fyrst og fremst fjarstætt spoof beint að trúarbrögðum, kristni að sjálfsögðu. Jessy birtist okkur, svífandi niður af himnum í fallhlíf, lendir á jörðinni og tekur nokkur dansskref í þessum svakalegu Zoot jakkafötum sínum. Hann ætlar sér að fara til Jerúsalem að verða leikari/söngvari/dansari. Hann gefur sér engu að síður tíma til að lækna fólk og ganga á vatni í leiðinni.
Ég vil helst ekki fara lengra með þessa umfjöllun, þar sem að frekar augljóst er, að ekki er hægt að útskýra Greaser's Palace. Eða hingað til hef ég aðeins komist að því að það þýðir lítið gagn. Ég gæti það varla þótt ég reyndi, enda þykir mér margt langt úr samhengi. En hvað um það, það er tvímælalaust þess virði að gefa því tækifæri.
Eftir allt, get ég aðeins sagt að kvikmynd þessi var hinn fínasti hausverkur.