Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég get nú ekki sagt að þessi mynd hafi verið það besta sem fyrir mig hefur komið, en sniðug var hún þó! Hún er tveggja tíma hugleiðing um lífið í dag í smáatirðum. Vandamálið er að hún kemur sér aldrei alminnilega af stað og hún verður svolítið langdregin, plús að Sean Penn á það til að ofleika smá á köflum)og handritið, ekki textinn heldur það sem gerist með textanum, er stundum alveg handónýtt. Annars er hún mjög fyndið skot á lífið í dag en ég vara fólk við að þessu húmor er ekki endilega fyrir alla. Þetta er eitthvað sem ég kalla heimspekilegur húmor og maður verður að horfa oftar en einu sinni á hana til að ná góðum tökum á öllum þeim viskupunktum sem hent er í mann. Það er hægt að skemmta sér alveg ágætlega yfir þessari mynd í tvo tíma.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
New Line Home Entertainment
Vefsíða:
www.flf.com/hurlyburly/index.html
Aldur USA:
R
VHS:
16. nóvember 1999