Me and Bobby Fischer
2009
Frumsýnd: 17. apríl 2009
90 MÍNÍslenska
Veistu þá er vin átt.., segir í Hávamálum, bálki hins forna siðar. Sæmundur Pálsson er sannur fulltrúi kjarnans í þeim gildum og hefur hjartalag þess sem þarf hvorki lögbók til að skilja réttlæti né kirkjurit til að kenna sér hvað kjarni vináttunnar felur í sér. Sæmi Rokk, var smiður eins og Frelsarinn og lögreglumaður, sem þekktari var fyrir að... Lesa meira
Veistu þá er vin átt.., segir í Hávamálum, bálki hins forna siðar. Sæmundur Pálsson er sannur fulltrúi kjarnans í þeim gildum og hefur hjartalag þess sem þarf hvorki lögbók til að skilja réttlæti né kirkjurit til að kenna sér hvað kjarni vináttunnar felur í sér. Sæmi Rokk, var smiður eins og Frelsarinn og lögreglumaður, sem þekktari var fyrir að grípa til dansspora fremur en barefla þegar sætta þurfti illdeilur. Þegar "collect" símhringing vekur hann um miðja nótt berst neyðarkall frá gömlum vini á hinni hlið jarðkringlunnar. "Mér hefur verið rænt af vondum mönnum"- segir: Bobby Fischer, besti skákmaður allra tíma og einkavinur Sæma, sem hann þó hafði ekki hitt í 33 ár. Honum þarf Sæmi að bjarga. Eftirlaunaþeginn ýtir öllu til hliðar og heldur þvert yfir hnöttinn til ad frelsa vin sinn úr svartholi í Japan.... minna