Hér er lítill gullmoli sem er þess virði að sjá. Myndin segir frá fátækri fjölskyldu í smábæ í Bandaríkjunum (Á milli New York og Quebec) nálægt Mohawk indjánasvæði. Melissa Leo f...
Frozen River (2008)
"Desperation knows no borders."
Myndin gerist í North Country í New York-fylki, rétt hjá landamærunum til Kanada.
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Myndin gerist í North Country í New York-fylki, rétt hjá landamærunum til Kanada. Ray Eddy (Leo) er afgreiðslukona í verslun sem berst við að ala upp tvo syni sína ásamt eiginmanni sínum, sem er mikill spilafíkill. Þegar hann hleypst á brott með allan peninginn sem átti að fara í menntun sonanna fer hún til að leita hann uppi. Á leiðinni hittir hún Lilu Littlewolf, starfskonu í bingósal. Lila ekur um á bíl eiginmanns Ray og segist hafa fundið hann yfirgefinn við rútustöð í nágrenninu. Þær verða fljótt vinkonur, en til að komast af í erfiðum heimi ákveða þær að taka að sér að smygla ólöglegum innflytjendum yfir landamærin til Bandaríkjanna fyrir dágóða summu. Málin flækjast fljótt fyrir tvíeykið þegar þau reyna að smygla pari frá Pakistan og uppgötva barn í poka sem parið skilur eftir.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir
Myndir
Plaköt
Framleiðendur

Verðlaun
Myndin sigraði Sundance og hlaut tvær Óskarstilnefningar; fyrir bestu leikkonu og besta handrit.









