Náðu í appið
Öllum leyfð

Wordplay 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Heimildarmynd um Will Shortz, krossgátumeistara New York Times, og stærsta árlega krossgátumótið, sem hann setti á laggirnar. Myndin sýnir okkur eldheita áhugamenn um krossgátur, blóðuga baráttu þeirra á milli og krossgátuheima þar sem Will Shortz er rokkstjarna.

Aðalleikarar


Það besta við heimildamyndir er að þær opna fyrir manni nýja heima sem að maður vissi stundum ekki einu sinni að væru til. Wordplay er algjörlega dæmi um slíkt. Þessi mynd fjallar um krossgátusmiði og snillingana sem eru bestir í að leysa þær. Við kynnumst fyrst náungum sem hugsa ekki um annað en að smíða vísbendingar í næstu krossgátu. Virtasta krossgáta í heimi er víst New York Times krossgátan. Vissi einhver það? Hélt ekki. Árlega er haldið landsmót krossgátusnillinga og við fáum að kynnast bestu 5-6 snillingunum áður en haldið er á stórmótið sem er ein stærsta samkoma nörda síðan síðasta Star Trek convention. Auk þeirra bestu er rætt við Bill Clinton og grínistann John Stewart sem báðir eru krossgátusjúklingar. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk er fljótt að leysa krossgátur og hversu mikinn áhuga þau hafa á þessu. Ég hefði aldrei trúað því hvað mynd um krossgátur gæti verið skemmtileg. Ég er alveg glataður í svona gátum og reyni ekki einu sinni við sudoko, en hvað um það. Í lokin verður myndin raunverulega spennandi þegar keppt er til úrslita á landsmótinu. Mjög góð mynd!

“I am a Times puzzle fan. I will solve, in a hotel, a USA Today, but I don't feel good about myself when I do it.”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn