Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Silent Night, Deadly Night 1984

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. janúar 2014

You've made it through Halloween, now try and survive Christmas

79 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 31
/100

Eftir að foreldrar hans eru drepnir verður Billy sturlaður eftir slæma meðferð á munaðarleysingjahæli. Hann fer síðar á stjá íklæddur jólasveinabúningi – en það rennur á hann morðæði sem endar með hrollvekjandi afleiðingum.

Aðalleikarar


Núna er minna en mánuður í jól og kominn tími fyrir fyrstu jólamyndina. Þetta er kannski ekki hefðbundin jólamynd hún er um jólasvein á jólunum svo að það hlýtur að teljast með. Í þessu tilviki er sveinki snaróður morðingi sem refsar öllum þeim sem hafa verið óþægir. Morðin eru fjlölbreytt, t.d. er einn drepinn í sleðaferð, einn á hreindýrshornum, einn með exi, einn með boga og svo framvegis. Myndin er grafalvarleg en engu að síður mjög skemmtileg. Fyrir þá sem vilja öðruvísi jólamynd ;-)

Plot (Spoiler):
Billy er smástrákur sem hlakkar til jólanna. Þegar klikkaður afi hans varar hann við að jólasveinninn gefur þeim gjafir sem eru góðir en refsar þeim óþægu verður hann skelkaður. Á leiðinni frá afa eru foreldrar Billy drepnir af manni í jólasveinabúningi fyrir framan hann. Billy er sendur á munaðarleysingjahæli sem nunnur stjórna og það er spólað áfram 10 ár. Sem ungur maður fær Billy vinnu í leikfangaverslun og gengur vel. Þegar jólin koma og hann er beðinn um að leika jólasveininn snappar Billy og verður morðóður! Good times.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn