Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Núna er minna en mánuður í jól og kominn tími fyrir fyrstu jólamyndina. Þetta er kannski ekki hefðbundin jólamynd hún er um jólasvein á jólunum svo að það hlýtur að teljast með. Í þessu tilviki er sveinki snaróður morðingi sem refsar öllum þeim sem hafa verið óþægir. Morðin eru fjlölbreytt, t.d. er einn drepinn í sleðaferð, einn á hreindýrshornum, einn með exi, einn með boga og svo framvegis. Myndin er grafalvarleg en engu að síður mjög skemmtileg. Fyrir þá sem vilja öðruvísi jólamynd ;-)
Plot (Spoiler):
Billy er smástrákur sem hlakkar til jólanna. Þegar klikkaður afi hans varar hann við að jólasveinninn gefur þeim gjafir sem eru góðir en refsar þeim óþægu verður hann skelkaður. Á leiðinni frá afa eru foreldrar Billy drepnir af manni í jólasveinabúningi fyrir framan hann. Billy er sendur á munaðarleysingjahæli sem nunnur stjórna og það er spólað áfram 10 ár. Sem ungur maður fær Billy vinnu í leikfangaverslun og gengur vel. Þegar jólin koma og hann er beðinn um að leika jólasveininn snappar Billy og verður morðóður! Good times.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
2. janúar 2014