Náðu í appið
Öllum leyfð

Gott silfur gulli betra 2009

Frumsýnd: 3. júní 2009

Heimildarmynd um handboltalandslið Íslands á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

82 MÍNÍslenska

Myndin fjallar um undirbúning íslenska handboltalandsliðsins og sigurgöngu þeirra á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við fylgjumst með strákunum á Evrópumeistaramótinu í Noregi í janúar 2008, þjálfaramissinum eftir þá útreið, stefnu strákanna á Ólympíuleikana í Peking og sigri þeirra þar til silfrinu er landað. Sagt er frá æfingum og undirbúningi,... Lesa meira

Myndin fjallar um undirbúning íslenska handboltalandsliðsins og sigurgöngu þeirra á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við fylgjumst með strákunum á Evrópumeistaramótinu í Noregi í janúar 2008, þjálfaramissinum eftir þá útreið, stefnu strákanna á Ólympíuleikana í Peking og sigri þeirra þar til silfrinu er landað. Sagt er frá æfingum og undirbúningi, leikjunum í Póllandi og hvernig Svíagrýlan var brotin á bak aftur. Einnig er sagt frá því þegar keppt var um réttinn á HM, tapinu gegn Makedóníu (sem voru mikil vonbrigði) og hvernig það hleypti nýju blóði í leikmenn. Menn komu vel gíraðir úr sumarfríi og stífu æfingarprógrammi, tilbúnir í slaginn í Peking. Einnig er skyggnst inn í hugarheim drengjanna og viðhorf þeirra til lífsins og handboltans skoðuð. Með viðtölum við alla leikmenn og annað starfsfólk, ásamt efni frá Sjónvarpinu, er fléttuð saman dramatísk frásögn um einstakan atburð. Í myndinni kemur einnig fram andrúmsloftið baksvið á leikjunum, andrúmsloft sem hinn venjulegi áhorfandi fékk litla sem enga vitneskju um.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn