Náðu í appið

The Tripper 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. september 2007

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 38% Critics

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


David Arquette er nokkuð þekktur leikari (t.d. úr Scream) en er líklega best þekktur fyrir að vera maður Courtney Cox, þau gætu reyndar verið skilin.. Allavega, það kom mér mjög á óvart að hann skuli hafa gert hryllingsmynd og hana bara helvítið góða. Myndin er byggð upp eins ótal slasher myndir, þ.e. unglingahópur er í ferðalagi í skóginum og allt í einu fer brjálaður morðingi að drepa þau eitt í einu. Það sem gerir myndina skemmtilega er í fyrsta lagi morðinginn en hann heldur að hann sé Ronald Regan, talar eins og hann og er með Regan grímu, frábær hugmynd og mjög fyndin líka. Samt ekki of fyndin, hann er líka ógnvekjandi. Í öðru lagi eru þetta ekki bara einhverjir unglingar heldur hippar og þau fara á hippa festival...og Regan morðinginn hatar hippa. Allir eru á sýru meirihluta myndarinnar og það er gert ótrúlega vel. Í þriðja lagi er Thomas Jane í fógetinn í myndinni og hann er frábær í því hlutverki.

Sem sagt, eðal afþreying og solid horror flick.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn