Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Fog of War 2003

(The Fog of War: Eleven Lessons from the Life of Robert S. McNamara)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. október 2003

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 87
/100

Saga Bandaríkjanna, séð í gegnum augu fyrrum varnarmálaráðherra í stjórn John F. Kennedy og Lyndon B. Johnson; Robert McNamara.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Errol Morris er einn sá stærsti í gerð heimildamynda. Hann fékk óskarsverðlaun fyrir þessa mynd árið 2004. Hér hittir Morris fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert McNamara. Myndin er fyrst og fremst viðtal en inn í það er fléttað svipmyndum frá því sem um er rætt. McNamara er magnaður persónuleiki sem var í innsta hring í kalda stríðinu. Hann var s.s. ráðherra í stjórnartíð Kennedy og svo Johnson eftir að JFK var drepinn. Hann var líka framkvæmdarstjóri Ford og talar aðeins um það. Eins og nafnið gefur til kynnar er fókusinn settur á 11 lexíur sem McNamara lærði þegar hann var ráðherra. Þetta hljómar kannski þurrt en er það alls ekki. Það er mjög áhugavert að heyra kallinn tala og hann vekur mann til umhugsunar um málefni heimsins. Maður fær að sjá gamlar svipmyndir frá JFK, Fidel Castro og fleiri köppum. Mögnuð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn