Náðu í appið

Flight of the Living Dead 2007

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
Rotten tomatoes einkunn 34% Audience

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi mynd er einfaldlega zombies í flugvél, líkt og Snakes on a Plane. Herinn er sem sagt að þróa vírus sem getur látið hermenn berjast áfram þó þeir deyji. Þeir ákveða að senda stórhættulegt tilraunadýr í almennu farþegaflugi og auðvitað fer allt til fjandans. Ótrúlega heimskulegt, en hey þetta er zombie mynd! Látið hausa rúlla og blóðið flæða segi ég!

Kostir:
Zombies í flugvél er kostur út af fyrir sig, erfitt að klúðra því. Myndir er nokkuð stutt og hröð þannig að manni leiðist ekkert. Það var nóg af blóði og nokkrir skemmtilegir dauðdagar eins og þegar Tiger Woods persónan tók hausinn af einum zombie með golfkylfu. Uppvakningarnir voru vel gerðir, með gular linsur og mjög illkvittnir.

Gallar:
Það vantaði allan léttleika. Það er ekki það að allar zombie myndir þurfa að vera fyndnar en þessi bauð upp á það en nýtti sér það ekki nóg. Dauðdagarnir voru ekki nógu frumlegir. Það var yfirleitt þetta sama klór, bit og byssuskot. Sem minnir mig á annað. Öll myndin gerist í flugvél og það voru 5-6 byssur í gangi og allir skjótandi í allar áttir, ég hefði haldið að það væri ekki sniðugt. Það eru engir þekktir leikarar í myndinni og það sem verra er þá voru allar persónurnar vanþróaðar sem leiddi að því að manni var alveg sama þeir þær voru drepnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn