Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Lone Wolf McQuade 1983

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The 'Mad Dog' Criminal...The 'Lone Wolf' Lawman...The Ultimate Showdown.

107 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 57% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Lögreglumaðurinn J.J. McQuade fer ekki alltaf eftir lögum og reglum sjálfur, og vill helst starfa einn, en af því sprettur viðurnefni hans Lone Wolf McQuade. Þegar hann kemst að því að glæpamenn hafa komist yfir sjálfvirk vopn, þá uppgötvar hann að þeim var stolið frá hernum. Hann reynir að bjarga málunum sjálfur, eins og alltaf, en það endar með að gamall... Lesa meira

Lögreglumaðurinn J.J. McQuade fer ekki alltaf eftir lögum og reglum sjálfur, og vill helst starfa einn, en af því sprettur viðurnefni hans Lone Wolf McQuade. Þegar hann kemst að því að glæpamenn hafa komist yfir sjálfvirk vopn, þá uppgötvar hann að þeim var stolið frá hernum. Hann reynir að bjarga málunum sjálfur, eins og alltaf, en það endar með að gamall vinur hans, og fangi, sem var undir verndarvæng hans, er drepinn. Við það er McQuade leystur frá störfum. En þá býður alríkislögreglumaður, sem einnig eltist við sömu menn, McQuade hjálp, og þeir ásamt einum nýliða, elta uppi höfuðpaur glæpagengisins. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Chuck Norris er glerhart bjórsvolgrandi gereyðingarvopn svo stútfullur af karlmennsku að hann lætur He-Man líta út eins og Barbie... Þá er það afgreitt.

Norris leikur hér Texas ranger sem þarf að taka á honum rambó sínum. Myndin byrjar eins og spagettívestri Leone með stolinni tónlist frá Morricone og zoom in á augu. Ég hef séð nokkrar Norris myndin (t.d. Missing in Action og Delta Force) og þessi er sú besta hingað til. Söguþráðurinn er nokkur standard en það er leikstjórnin sem hefur myndina upp á annað plan. Maður fær virkilega á tilfinninguna að maður sé að horfa á klassík. Myndin endar svo í rosalegum bardaga þar sem menn enda á því að kasta frá sér byssum og berjast með karlmennsku eina að vopni. David Carradine er goðsögn, fyrst og fremst fyrir myndir eins og þessa, Kill Bill og Kung Fu þættina. Hann er verðugur andstæðingur fyrir Norris. Eðal Chuck Norris ræma.

Það er áhugavert sem kemur fram á imdb um þessa mynd að Bruce Lee hefði verið boðið hlutverk Carradine hefði hann verið á lífi. Þá hefði myndin verið kölluð, The Rematch of the Century. Lee og Norris mættust í Return of the Dragon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn