Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Chuck Norris er glerhart bjórsvolgrandi gereyðingarvopn svo stútfullur af karlmennsku að hann lætur He-Man líta út eins og Barbie... Þá er það afgreitt.
Norris leikur hér Texas ranger sem þarf að taka á honum rambó sínum. Myndin byrjar eins og spagettívestri Leone með stolinni tónlist frá Morricone og zoom in á augu. Ég hef séð nokkrar Norris myndin (t.d. Missing in Action og Delta Force) og þessi er sú besta hingað til. Söguþráðurinn er nokkur standard en það er leikstjórnin sem hefur myndina upp á annað plan. Maður fær virkilega á tilfinninguna að maður sé að horfa á klassík. Myndin endar svo í rosalegum bardaga þar sem menn enda á því að kasta frá sér byssum og berjast með karlmennsku eina að vopni. David Carradine er goðsögn, fyrst og fremst fyrir myndir eins og þessa, Kill Bill og Kung Fu þættina. Hann er verðugur andstæðingur fyrir Norris. Eðal Chuck Norris ræma.
Það er áhugavert sem kemur fram á imdb um þessa mynd að Bruce Lee hefði verið boðið hlutverk Carradine hefði hann verið á lífi. Þá hefði myndin verið kölluð, The Rematch of the Century. Lee og Norris mættust í Return of the Dragon.