Fyndið hvernig það koma stundum tvær myndir um sama efni út sama árið og svo ekki önnur árum saman. Dæmi um þetta fyrirbæri eru Armageddon/Deep Impact, The Prestige/The Illusionist og Primeval/Rogue. Sem betur fer segi ég af því að Rogue er 150 sinnu...
Fyndið hvernig það koma stundum tvær myndir um sama efni út sama árið og svo ekki önnur árum saman. Dæmi um þetta fyrirbæri eru Armageddon/Deep Impact, The Prestige/The Illusionist og Primeval/Rogue. Sem betur fer segi ég af því að Rogue er 150 sinnum betri en Primeval. Þetta er gott dæmi um hvernig á og hvernig á ekki að gera skrímslamynd. Primeval var ekki spennandi og hreinlega leiðinleg. Rogue er andstæðan.
Rogue gerist í Ástralíu og er eftir leikstjórann og gerði hina frábæru Wolf Creek. Myndin fylgir hóp af túristum í krókódílaskoðun á bát. Þeir sjá neyðarblys, rannsaka málið og fara óvart inn á yfirráðasvæði RISA krókódíls. Þessi mynd byggir upp spennu á réttan hátt og heldur manni það sem eftir er. Krókódíllinn er sannfærandi og ógnvekjandi. Snilldar mynd og akkúrat það sem ég var að vonast eftir. Fucking A!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei