Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum sem flestir muna sjálfsagt eftir árið 1995, það er nú ekki svo langt síðan. Ja, það eru reyndar 14 ár, úff jæja. Tveir breskir náungar eru birta myndir af krufningu geimveru og eru svo sakaðir um að hafa falsað allt saman. Declan Donnely og Ant McPartlyn eru frægir grínistar í UK undir nöfnunum Ant og Dec. Þeir reyna fyrir sér sem alvöru leikarar og tekst ágætlega til, ekki mikið meira. Myndin er létt og nokkuð skemmtileg en alls ekki nógu fyndin. Mér fannst efnið líka verða fljótt þreytt. Í myndinni fá félagarnir alvöru upptöku af alien krufninu en tekst að skemma hana og búa bara til nýja í staðinn. Svo er einhver glæpon á eftir þeim af því að þeir skulda honum peninga. Ég veit ekki hvernig alvöru atburðarásin var en hún var örugglega ekki svona, ekki að það skipti máli. Þetta er ágæt afþreying en ekki fara að leita að henni.
"It's not a fake, more of a remake."