Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þá er það enn ein 70´s horror klassíkin. Þessi mynd er ítölsk og er minna þekkt en aðrar svipaðar sem ég hef fjallað um. Það verður samt að segjast eins og er að titillinn á þessum myndum er fara að hljóma voða mikið eins. Fyrst Cannibal Holocaust, svo Cannibal Ferox, nú Zombi Holocaust og ég á Cannibal Apocalypse eftir!
Mér fannst þessi mynd ansi bitlaus, en hún er pínu öðruvísi. Sagan segir frá fólki sem er að rannsaka dularfulla atburði í New York sem tengjast mannáti. Rannsóknin endar á eyju sem heitir Moluccas. Þar er fullt af mannætum og dularfullir mannætu uppvakningar. Í ljós kemur að það er brjálaður mad scientist læknir á eyjunni sem er að gera tilraunir með fólk og breytir þeim í uppvakninga. Það er fræg sena í þessari mynd þar sem zombi cannibal er drepin með utanborðsmótor, beint í andlitið. Kannski ekki mjög vel gert en mjög frumlegt. Kannski fékk Peter Jackson slátturvélahugmyndina fyrir Braindead hér??
Myndin er bara 84 mín. en tókst samt að vera langdregin. Það er allt of lítið af hasar og flest sem á að vera ljótt er frekar misheppnað. Ég veit ekki, kannski er ég bara að verða ónæmur. Leikararnir eru mjög slakir og öll þessi öskur voru mjög ósannfærandi. Það er mjög misjafn hvort að orðið uppvakningur er skrifað zombi eða zombie. Kannski er bæði rétt. Langaði bara að minnast á það.
Eins og algengt var á þessum tíma þá voru margir titlar í gangi á þessari mynd. Þeir eru: Dr. Butcher M.D., Dr. Butcher: Medical Deviate, Island of the Last Zombies, Queen of the Cannibals, Zombie 3 (fyrsta væri þá Dawn of the Dead eftir Romero og önnur Zombie 2 eftir Fulci).
“I could easily kill you now, but I'm determined to have your brain!”