Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Crossfire er ein af þessum eðal whodunnit noir myndum sem maður er alltaf á leiðinni að sjá. Af einhverjum ástæðum þarf ég að pína mig til að setjast niður og horfa á þessar gömlu myndir. Samt hef ég yfirleitt mjög gaman af þeim þegar ég er byrjaður. Kannast einhver við þann vanda? Allavega, mér fannst mjög gaman að sjá Robert Mitchum svona ungan, hann var þrítugur þegar hann gerði þessa mynd. Myndin fjallar um dularfullt morð eftir drykkjukvöld hermanna sem lögreglar reynir að leysa. Grunur beinist að einum sem finnst ekki en það kemur í ljós að það eru ekki allir að segja satt um atburði kvöldsins. Myndin tekur á mikilvægu málefni, þ.e. hate crimes eða hatursglæpi kannski. Svona stuttu eftir stríðið hefur gyðingahatur auðvitað verið heitt málefni. Gott að þeir dagar eru að baki...uhh :-S Anywho, frábær noir mynd, mæli með henni.