Náðu í appið
Öllum leyfð

Birds of America 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Some Families Defy Classification

85 MÍNEnska

Birds of America er gamanmynd með dramatísku ívafi með Matthew Perry, Ben foster og Ginnifer Goodwin í aðalhlutverkum. Myndin segir frá þremur mjög svo sérvitrum systkinum sem neyddust til að alast upp í umhverfi þar sem var í raun ekkert fullorðið fólk. Í venjulegri fjölskyldu eignast foreldrar börn, börnin vaxa úr grasi, flytja út og fjölskyldan hittist... Lesa meira

Birds of America er gamanmynd með dramatísku ívafi með Matthew Perry, Ben foster og Ginnifer Goodwin í aðalhlutverkum. Myndin segir frá þremur mjög svo sérvitrum systkinum sem neyddust til að alast upp í umhverfi þar sem var í raun ekkert fullorðið fólk. Í venjulegri fjölskyldu eignast foreldrar börn, börnin vaxa úr grasi, flytja út og fjölskyldan hittist svo á hátíðisdögum og við sérstök tilefni. Það var ekki svo í tilviki fjölskyldu Morrie Tanager (Perry). Öllu eðlilegu var hent út um gluggann þegar foreldrar hans dóu og hann þurfti að ala upp systkini sín, þau Idu (Goodwin) og Jay (Foster). Í dag er Morrie giftur Betty (Lauren Graham), Ida er lauslát listakona sem er á stöðugum ferðalögum þrátt fyrir að eiga aldrei pening og Jay er einrænn furðufugl sem er stöðugt að framkvæma misjafnlega siðlegar tilraunir. Allt sem Morrie vill er að eiga indælt líf með konunni sinni, en þegar fjölskyldan er svona er það hægara sagt en gert...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn