Tales of the Black Freighter (2009)
Watchmen: Tales of the Black Freighter and Under the Hood
Tales of the Black Freighter og Under the Hood eru tvær stuttmyndir sem gerast í Watchmen-heiminum.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
Tales of the Black Freighter og Under the Hood eru tvær stuttmyndir sem gerast í Watchmen-heiminum. Tales of the Black Freighter er teiknimynd og nokkurs konar saga innan sögunnar, þar sem ein persóna í Watchmen les þessa teiknimyndasögu. Segir hún frá ungum sjómanni sem er á leið til heimabæjar síns svo hann geti varað bæjarbúa við yfirvofandi komu Svarta Flutningaskipsins, sem eyðilagði skip hans stuttu áður. Notar hann lík áhafnarfélaga sinna til að búa til fleka, en þegar hann kemur til bæjarins fremur hann gjörðir sem hann á svo sannarlega eftir að sjá eftir. Under the Hood er „heimildarmynd“ um persónur Watchmen, og er titillinn byggður á endurminningum persónunnar Hollis Mason í teiknimyndasögunni. Eru þar tekin viðtöl við persónurnar sem skipuðu Minutemen-flokkinn og sýnd gömul myndbrot af hetjunum við störf sín.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Plaköt
Framleiðendur












