Náðu í appið
Carriers

Carriers (2009)

"The rules are simple. You break them, you die..."

1 klst 24 mín2009

Fjórir ungir vinir eru að gera sitt besta til að halda lífi í heimi sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á stórhættulegum vírus.

Rotten Tomatoes62%
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Fjórir ungir vinir eru að gera sitt besta til að halda lífi í heimi sem hefur orðið illilega fyrir barðinu á stórhættulegum vírus. Eru allflestir jarðarbúar annaðhvort smitaðir eða dánir og eru vinirnir á stöðugum flótta í leit sinni að öruggu skjóli frá veirunni. Reyna þau að forðast borgir og bæi og aðra staði þar sem fólk getur safnast saman, en það gerir þeim enn erfiðara að safna vistum og slíku. Hins vegar komast þau smám saman að því að þau þurfa að gæta sín betur á hvoru öðru en vírusnum sem þau eru að flýja, því ástand sem þetta getur kallað fram það allra versta í fólki. Því geta þau engum treyst – ekki einu sinni hvert öðru – í þessum niðurnídda heimi, þar sem engar reglur gilda lengur.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Àlex Pastor
Àlex PastorLeikstjóri
David Pastor
David PastorLeikstjóri

Framleiðendur

Paramount VantageUS
Likely StoryUS
This is thatUS
Ivy Boy Productions