Náðu í appið
Nowhere Boy

Nowhere Boy (2009)

"The Extraordinary Untold Story Of John Lennon."

1 klst 38 mín2009

Nowhere Boy er bresk mynd sem fjallar um æskuár Johns Lennon, eins frægasta tónlistarmanns allra tíma.

Rotten Tomatoes81%
Metacritic67
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlíf

Söguþráður

Nowhere Boy er bresk mynd sem fjallar um æskuár Johns Lennon, eins frægasta tónlistarmanns allra tíma. Í myndinni fylgjumst við með John Lennon sem unglingi. Er hann lífsglaður táningur sem er forvitinn um lífið, skarpur og fyndinn, sem hjálpar honum að kljást við lífið í drungalegu umhverfi eftirstríðsáranna í Bretlandi, en á þessum tíma er Liverpool enn illa farin eftir loftárásir seinni heimsstyrjaldarinnar. Móðir hans, Julia, hafði eftirlátið systur sinni, Mimi að ala hann upp vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna, en nú berjast þær báðar um hylli hans á meðan allt sem hann vill er eðlileg fjölskylda. Þegar hann fer að sýna mikla tónlistarhæfileika kynnist hann Paul McCartney og líf hans tekur skyndilega nýja stefnu, en sannleikurinn um fortíð hans mun leiða til mikils harmleiks...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Lipsync ProductionsGB
Ecosse FilmsGB
UK Film CouncilGB
Film4 ProductionsGB
Northwest Vision and MediaGB
HanWay FilmsGB

Gagnrýni notenda (1)

Fersk mynd um uppvaxtarár Lennons

★★★★☆

Nowhere Boy er eins konar heimildamynd um unglingsár John Lennon, hvernig hann varð tónlistmaður, kynntist bítlafélögunum og hvernig hann tókst á við vandamál lífsins. Í upphafi myndar...