Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Lost Boys: The Thirst 2010

(Lost Boys 3: The Thirst)

The Frog brothers are back for blood

81 MÍNEnska

Þriðja Lost Boys-myndin hefst í San Cazador í Kaliforníu, þar sem Edgar Frog (Corey Feldman) hefur búið um nokkurt skeið, en lífið hefur ekki farið alltof vel með hann undanfarið. Nú þegar á að henda honum út úr hjólhýsinu sínu hittir hann metsöluhöfundinn Gwen Lieber (Tanit Phoenix), sem býr yfir upplýsingum um flokk af vampírum sem hefur unnið hörðum... Lesa meira

Þriðja Lost Boys-myndin hefst í San Cazador í Kaliforníu, þar sem Edgar Frog (Corey Feldman) hefur búið um nokkurt skeið, en lífið hefur ekki farið alltof vel með hann undanfarið. Nú þegar á að henda honum út úr hjólhýsinu sínu hittir hann metsöluhöfundinn Gwen Lieber (Tanit Phoenix), sem býr yfir upplýsingum um flokk af vampírum sem hefur unnið hörðum höndum að því að breyta djammþyrstum manneskjum í illskeyttar blóðsugur. Gwen þessi leitar til Edgars til að fá hann til að ráða niðurlögum leiðtoga vampíranna, sem gengur undir nafninu DJ X (Seb Castang), en hann ætlar að halda „partý“ í San Cazador. Edgar verður hins vegar að safna liðsauka ef honum á að takast þetta verkefni, og það þýðir meðal annars að hann þarf að leita til bróður síns, Alan (Jamison Newlander), sem hann hefur ekki talað við í langan tíma...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn