Náðu í appið
Lost Boys: The Thirst

Lost Boys: The Thirst (2010)

Lost Boys 3: The Thirst

"The Frog brothers are back for blood"

1 klst 21 mín2010

Þriðja Lost Boys-myndin hefst í San Cazador í Kaliforníu, þar sem Edgar Frog (Corey Feldman) hefur búið um nokkurt skeið, en lífið hefur ekki farið alltof vel með hann undanfarið.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Þriðja Lost Boys-myndin hefst í San Cazador í Kaliforníu, þar sem Edgar Frog (Corey Feldman) hefur búið um nokkurt skeið, en lífið hefur ekki farið alltof vel með hann undanfarið. Nú þegar á að henda honum út úr hjólhýsinu sínu hittir hann metsöluhöfundinn Gwen Lieber (Tanit Phoenix), sem býr yfir upplýsingum um flokk af vampírum sem hefur unnið hörðum höndum að því að breyta djammþyrstum manneskjum í illskeyttar blóðsugur. Gwen þessi leitar til Edgars til að fá hann til að ráða niðurlögum leiðtoga vampíranna, sem gengur undir nafninu DJ X (Seb Castang), en hann ætlar að halda „partý“ í San Cazador. Edgar verður hins vegar að safna liðsauka ef honum á að takast þetta verkefni, og það þýðir meðal annars að hann þarf að leita til bróður síns, Alan (Jamison Newlander), sem hann hefur ekki talað við í langan tíma...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Dario Piana
Dario PianaLeikstjóri
Hans Rodionoff
Hans RodionoffHandritshöfundur
Evan Charnov
Evan CharnovHandritshöfundur

Framleiðendur

ApolloMovie Beteiligungs
Thunder RoadUS
Hollywood Media BridgeUS
Film AfrikaZA
Warner PremiereUS