Náðu í appið
Vertige

Vertige (2009)

High Lane

1 klst 30 mín2009

High Lane segir frá djörfu fjallgöngufólki, Fred og Karine.

Rotten Tomatoes60%
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

High Lane segir frá djörfu fjallgöngufólki, Fred og Karine. Þau eru drifin áfram af adrenalíninu einu saman og láta fátt stöðva sig þegar klettaklifur er annars vegar. Vinafólk þeirra, Loic og Chloe, eru að fara að flytja til að stunda skóla og nýja vinnu, þannig að Fred og Karine ákveða að taka þau með í fjallgöngu sem á að vera létt og skemmtileg leið til að kveðja þau áður en þau flytja. Með í för slæst hins vegar fyrrum kærasti Chloe, hinn sjálfumglaði Guillaume, öllum að óvörum. Þegar þau mæta síðan á upphafsstað klifurleiðarinnar, sem er vel þekkt og merkt, kemur í ljós að búið er að loka henni. Þrátt fyrir það ákveða þau að slá til og fara hana samt. Þegar reipin byrja að slitna, krókar fara að brotna og óþekktur aðili fer að skjóta á þau renna hins vegar tvær grímur á ferðalangana, sem óska þess nú að hafa setið heima...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Abel Ferry
Abel FerryLeikstjóri
Johanne Bernard
Johanne BernardHandritshöfundur

Framleiðendur

GaumontFR
Sombrero FilmsFR
Studio Mad