Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd kom mér mjög á óvart. Þarna er fyrrverandi stríðshetja frá Vietnam í blóðugum bardaga við löggur í smábæ í Bandaríkjunum. Myndinn var bara nokkuð góð fyrir utan kaflan þegar Rambo hleypur um með hríðskotabyssuna sem er 2 manna byssa þegar hún stendur á standi. Maður gat varla trúað að Rambo 2 og þrjú væri sami karakter. Þessi snýst aðalega um mann sem skaddaðist mjög andlega í Vietnam stríðinu.
Sylvester Stallone er hér í hlutverki John Rambo, stríðshetja sem á leið í gegnum smábæ einn í bandaríkjunum en lögreglustjórinn í þeim bæ vill ekki sjá hann í bænum og reynir að reka hann í burtu, en Rambo er ekki alveg sáttur við það og eftir smá átök við lögregluna heldur hann til fjalla með lögguna á hælum sér.
Sylvester Stallone sýnir hér snilldar leik í þessari snilldarmynd.
Langbesta Rambo myndin af þeim þremur sem komu út.
Alveg stórgóð mynd, lauslega byggð á bók David Morrel. Fjallar um fyrrverandi hermanninn John Rambo, sem er lagður í einelti af lögreglustjóra smábæjar, hvar hann á leið í gegn.
Hann bregst við á þann eina hátt sem hann kann, með því að verja sig með kjafti og klóm. Heldur hann til fjallaeftir smápústra við yfirvöld, en löggan eltir hann, sem þeir hefðu jú betur látið ógert.
Má geta þess að myndin líkist varla á nokkurn hátt framhaldsmyndunum tveim, sem illu heilli voru gerðar.
Hreint meistarastykki. Stallone sýnir snilldartakta sem miskilin stríðshetja sem örlögin hafa leikið grátt. Hefur túlkun Stallone á þessum karakter verið líkt við helstu leiksigra kvikmyndasögunnar. Einnig MÁ ekki gleyma gömlu kempunni Brian Denehy sem er góður í hlutverki lögreglustjórans. Í stuttu má segja að First Blood sé ein klassískasta stríðsmynd sem hefur komið út. (í klassa með Platoon, Apocalipse Now og Deer Hunter) Með öðrum orðum mynd sem allir sannir kvikmyndaunnendur verða að sjá.
Þessi mynd kom á óvart. ég hélt þetta væri einhverskonar hetjuþvæla og kanadýrkun út í gegn, en var það ekki. Rambo: first blood er ótrúlega flott mynd. Hún er ekki gerð fyrir mikinn pening, Rambo er ekki hetja, hann er ekki einu sinni viðkunnanlegur. Myndin gerist ekki í frumskógum Kambódíu! Ég bara veit varla hvað skal segja um hana annað en að ég mæli með henni fyrir alla, sama hvaða kyn eða aldur. Meira segja kærastan mín fílaði hana! Þessi mynd er skemmtileg og er vel virði þeirra 200kr sem kostar að leigja eina svona gamla góða... Setning myndarinnar: Rambo við Höfuðsmanninn: Out there I wuz in chahge of million dollah equipment! HERE A CAN'T EVEN HOLD A FUCKING JOB!!! (RAMBO HENDIR BYSSUNNI SINNI Í GLERSKÁP).
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
David Morrell, Raymond Coulthard
Framleiðandi
Orion Pictures
Aldur USA:
R
Útgefin:
9. desember 2010
VOD:
11. júlí 2014