Gagnrýni eftir:
Valentine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Djöfulsins fáranlega þvæla! Þið getið lesið um plottið frá hinum umfjöllununum, ég vil bara vara alla við því að sjá þennan vanskapning af mynd!!! þetta er í fyrsta skipti á ævi minni sem mér hefur langað að labba út úr bíó á miðri mynd. Hvernig í fjandanum stóð á því að alltaf, og ég meina ALLTAF þegar einhver átti að deyja, sá maður morðingjann með asnalegu grímuna sína standa fyrir aftan fórnarlambið, morðinginn soldið í skugganum, soldið bluraður, og fórnarlambið hafði tíma til að segja einn asnalegan one-liner áður en það mætti ófrumlegum og asnalegum örlögum sínum! Þessi mynd er vond. Hún er leiðinleg, hún er illa skrifuð og hún er illa leikin. Hún fær hálfa stjörnu fyrir pott atriðið, því að Denise Richards átti það svo mikið skilið fyrir þessa hrikalegu framistöðu! Takk fyrir mig og góðar stundir.
First Blood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd kom á óvart. ég hélt þetta væri einhverskonar hetjuþvæla og kanadýrkun út í gegn, en var það ekki. Rambo: first blood er ótrúlega flott mynd. Hún er ekki gerð fyrir mikinn pening, Rambo er ekki hetja, hann er ekki einu sinni viðkunnanlegur. Myndin gerist ekki í frumskógum Kambódíu! Ég bara veit varla hvað skal segja um hana annað en að ég mæli með henni fyrir alla, sama hvaða kyn eða aldur. Meira segja kærastan mín fílaði hana! Þessi mynd er skemmtileg og er vel virði þeirra 200kr sem kostar að leigja eina svona gamla góða... Setning myndarinnar: Rambo við Höfuðsmanninn: Out there I wuz in chahge of million dollah equipment! HERE A CAN'T EVEN HOLD A FUCKING JOB!!! (RAMBO HENDIR BYSSUNNI SINNI Í GLERSKÁP).