Náðu í appið
Personal Effects

Personal Effects (2009)

"The space between loss and love."

1 klst 50 mín2009

Glímukappinn Walter er enn í áfalli eftir að hafa misst systur sína á versta mögulega hátt, en hún var myrt.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Glímukappinn Walter er enn í áfalli eftir að hafa misst systur sína á versta mögulega hátt, en hún var myrt. Hann hefur lagt íþróttaferilinn algerlega til hliðar, en eyðir þess í stað mestum tíma dagsins í dómshúsinu þar sem hann þráir ekkert meira en að koma réttlætinu yfir þá aðila sem myrtu systur hans. Þar hittir hann Lindu, ekkju sem er álíka lömuð af reiði og Walter vegna eigin missis, en hún er nýbúin að missa eiginmann sinn. Hún getur ekki einu sinni hjálpað syni sínum að kljást við tilfinningar sínar, eins mikið og hann þarfnast þess. Smám saman byrja Walter og Linda að deila hugsunum sínum og áhyggjum hvort með öðru, í von um að það leiði þau á betri braut, en það mun reynast erfiðara og sársaukafyllra en þau ímynduðu sér.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

David Hollander
David HollanderLeikstjórif. 1968

Framleiðendur

Picture Park
Cinéfilm AG
Insight Film StudiosCA
TADORA Filmproduktions
Three Rivers EntertainmentUS
Netter ProductionsUS