Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
;-)
Þessa mynd elskaði ég þegar ég var svona 15 ára:-) Enda alveg brilljant leikarar! Hef reyndar ekki séð hana í yfir 6 ár, en plottið var allavega það að þeir Stallone og Russel voru í löggunni,stöðvandi alls konar glæpastarfsemi- fíkniefni/morðhunda, og þeir svona hrikalega svalir. En svo er Stallone "frame-aður" (ef það meikar einhvern sens;-)) Svaka hasar alltaf í gangi- og náttúrulega alveg must-see ef maður er Stallone/Russel aðdáandi,allavega fílaði ég þessa næstum því jafn mikið og Rambo! Hún fær alveg 3 og hálfa af 5.
Þessa mynd elskaði ég þegar ég var svona 15 ára:-) Enda alveg brilljant leikarar! Hef reyndar ekki séð hana í yfir 6 ár, en plottið var allavega það að þeir Stallone og Russel voru í löggunni,stöðvandi alls konar glæpastarfsemi- fíkniefni/morðhunda, og þeir svona hrikalega svalir. En svo er Stallone "frame-aður" (ef það meikar einhvern sens;-)) Svaka hasar alltaf í gangi- og náttúrulega alveg must-see ef maður er Stallone/Russel aðdáandi,allavega fílaði ég þessa næstum því jafn mikið og Rambo! Hún fær alveg 3 og hálfa af 5.
Svívirðilega grunn, heimskuleg og ósannfærandi spennumynd um tvær löggur, eða öllu heldur ofurmenni, sem hafðir eru fyrir rangri sök og stungið í steininn. Að sjálfsögðu, samkvæmt formúlunni, eru þeir eins ólíkir og hugsast getur, annar mikið snyrtimenni og hefur hagnast á verðbréfaviðskiptum - hvern fjandann er hann þá að gera ennþá í löggunni? - en hinn sóðaleg týpa með risastóra byssu og dónakjaft. Eini ljósi punkturinn er bófinn, leikinn af Jack gamla Palance... vissuði að hann er fyrirmynd Langa Láka í samnefndri bók? Nú, myndin er drasl, en þó þessi týpa af drasli sem má vel hafa gaman af sé maður þannig stemmdur.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Aldur USA:
R