Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Tango and Cash 1989

(Tango )

Two of L.A.'s top rival cops are going to have to work together... Even if it kills them.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 41
/100
Tilnefnd til þriggja Razzie verðlauna, m.a. Stallone fyrir versta leik.

Ray Tango og Gabriel Cash eru í fíkniefnalögreglunni. Þeir njóta mikillar velgengni en þeir þola ekki hvorn annan. Glæpaforinginn Yves Perret, er brjálaður yfir því að hafa tapað peningum vegna afskipta Tango og Cash, og lætur klína morði á þá félaga. Hann lætur grípa þá glóðvolga á vettvangi glæps með morðvopnið í höndunum, en Tango og Cash eru... Lesa meira

Ray Tango og Gabriel Cash eru í fíkniefnalögreglunni. Þeir njóta mikillar velgengni en þeir þola ekki hvorn annan. Glæpaforinginn Yves Perret, er brjálaður yfir því að hafa tapað peningum vegna afskipta Tango og Cash, og lætur klína morði á þá félaga. Hann lætur grípa þá glóðvolga á vettvangi glæps með morðvopnið í höndunum, en Tango og Cash eru með fjarvistarsönnun. Þeim er hent í fangelsi með flestum þeim glæpamönnum sem þeir hafa sjálfir sett á bakvið lás og slá, og nú þurfa þeir að vinna saman og treysta hvorum öðrum ef þeir eiga að ná því að hreinsa nöfn sín og ná hinum illa Perret. ... minna

Aðalleikarar

;-)
Þessa mynd elskaði ég þegar ég var svona 15 ára:-) Enda alveg brilljant leikarar! Hef reyndar ekki séð hana í yfir 6 ár, en plottið var allavega það að þeir Stallone og Russel voru í löggunni,stöðvandi alls konar glæpastarfsemi- fíkniefni/morðhunda, og þeir svona hrikalega svalir. En svo er Stallone "frame-aður" (ef það meikar einhvern sens;-)) Svaka hasar alltaf í gangi- og náttúrulega alveg must-see ef maður er Stallone/Russel aðdáandi,allavega fílaði ég þessa næstum því jafn mikið og Rambo! Hún fær alveg 3 og hálfa af 5.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Svívirðilega grunn, heimskuleg og ósannfærandi spennumynd um tvær löggur, eða öllu heldur ofurmenni, sem hafðir eru fyrir rangri sök og stungið í steininn. Að sjálfsögðu, samkvæmt formúlunni, eru þeir eins ólíkir og hugsast getur, annar mikið snyrtimenni og hefur hagnast á verðbréfaviðskiptum - hvern fjandann er hann þá að gera ennþá í löggunni? - en hinn sóðaleg týpa með risastóra byssu og dónakjaft. Eini ljósi punkturinn er bófinn, leikinn af Jack gamla Palance... vissuði að hann er fyrirmynd Langa Láka í samnefndri bók? Nú, myndin er drasl, en þó þessi týpa af drasli sem má vel hafa gaman af sé maður þannig stemmdur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2018

Ofurtöffari í jólasveinabúning

Jólin nálgast óðfluga, og þá má einmitt eiga von á nýjum jólamyndum. Það eru ekki alltaf þekktustu leikararnir sem bregða sér í búning jólasveinsins í jólakvikmyndunum, en í myndinni The Christmas Chronicles,...

24.03.2017

Refn uppfærir Maniac Cop

Kvikmyndaleikstjórinn Nicolas Winding Refn mun framleiða uppfærða útgáfu af „Maniac Cop“ og John Hyams („Universal Soldier: Day of Reckoning) leikstýrir. Danski sérvitringurinn Refn er þekktur fyrir frekar óhefðbundnar myndir...

21.07.2001

Jackie Chan og Jet Li

Asísku ofurhetjurnar Jackie Chan ( Rush Hour ) og Jet Li ( Kiss of the Dragon ) hafa nú ákveðið að gera saman mynd. Hefur annað eins ekki sést síðan Tango And Cash var gerð með Sylvester Stallone og Kurt Russell í að...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn