The Secret of Moonacre (2008)
The Little White Horse, The Moon Princess
"A Magical Journey Begins."
The Secret of Moonacre segir frá hinni 13 ára gömlu Mariu Merryweather, sem hefur til þessa lifað lífi forréttinda og áhyggjuleysis í London, þar sem stjanað er við hana allan daginn.
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
HræðslaSöguþráður
The Secret of Moonacre segir frá hinni 13 ára gömlu Mariu Merryweather, sem hefur til þessa lifað lífi forréttinda og áhyggjuleysis í London, þar sem stjanað er við hana allan daginn. Þegar faðir hennar deyr skyndilega stendur Maria eftir, munaðarlaus og heimilislaus, og neyðist hún til að flytja til Sir Benjamin, afar sérviturs frænda hennar sem hún vissi ekki einu sinni að væri til. Býr hann á Moonacre-býlinu, en þar virðast leyndarmál og ráðgátur leynast við hvert horn. Maria lætur forvitnina ná yfirhöndinni og brátt hefur henni verið varpað í dökkan og grimmilegan heim þar sem De Noir-fjölskyldan lætur á sér kræla, en hún hefur lengi haft horn í síðu Merryweather-fjölskyldunnar. Þegar Maria uppgötvar að auki að hún er síðasta Tunglprinsessan þarf hún að leggja sitt af mörkum og rúmlega það til að bjarga Moonacre-býlinu frá eyðileggingu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur
















