Náðu í appið
Bönnuð innan 9 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Bridge to Terabithia 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. febrúar 2007

Discover a place that will never leave you, and a friendship that will change you forever.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Jesse Aarons hefur æft í allt sumar til að verða fljótasti hlauparinn í skólanum, og hann verður því frekar ósáttur þegar nýja stelpan, Leslie Burke, er fljótari en hann. En þrátt fyrir þetta og fleira sem er ólíkt með þeim, þar á meðal að hún er rík, og hann er fátækur, og hún borgarstelpa en hann sveitastrákur, þá verða þau vinir. Saman þá... Lesa meira

Jesse Aarons hefur æft í allt sumar til að verða fljótasti hlauparinn í skólanum, og hann verður því frekar ósáttur þegar nýja stelpan, Leslie Burke, er fljótari en hann. En þrátt fyrir þetta og fleira sem er ólíkt með þeim, þar á meðal að hún er rík, og hann er fátækur, og hún borgarstelpa en hann sveitastrákur, þá verða þau vinir. Saman þá skapa þau Terabithia, land með skrímslum, tröllum og risum, og stjórna því eins og kóngur og drottning. Vináttan hjálpar Jess að vinna úr sínum málum eftir að harmleikur á sér stað.... minna

Aðalleikarar

Öðruvísi Fjölskyldumynd
Bridge to Terabithia er fjölskyldumynd sem er þó ekki helst fyrir börnin heldur eldra fólkið í fjölskyldunni.

Hún fjallar um Jesse Aarons sem að er eini strákurinn í fimm barna hópi. Foreldrar hans er við gjaldþrot og eiga ekki einu sinni fyrir skóm á hann. Hann er mjög góður teiknari og er fljótur að hlaupa. Honum líður illa í skólanum, hann er stöðugt lagður í einelti og nú getur hann loksins unnið eitthvað, hlaupið.
En þá kemur ný stelpa í skólann Leslie sem að hleypur hraðar en allir aðrir í keppninni og vinnur Jesse. Hann er reiður út í hana fyrst en svo fara þau að tala saman. Hún er nágranni hans og eru foreldrar hennar rithöfundar, krakkarnir eiga það sameiginlegt að hafa mikin tíma fyrir sig ein og vera einmana.
Þau búa til landið Terabithia í bakgarðinum sínum og skemmta sér þar vel með tröllum, skrímslum og konungsfólki . Þá er allt að ganga á besta veg fyrir Jesse vinskapur þeirra Leslie er ævintýralegur og fallegur en þá kemur eitthvað hræðilegt upp á.

Myndin er mjög falleg og vel gerð, hún er byggð á samnefndri bók en er hún ekki það sem ég myndi orða barnamynd. Hún er skemmtileg og sorgleg en var helsti galli hennar endinn að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.05.2011

Áhorf vikunnar (25. apr-1. maí)

Sá tími vikunnar er kominn. Þið kunnið þetta og sem fyrr vil ég ekki sjá neina feimni. Þetta fór hrikalega vel af stað í síðustu viku og voru mun fleiri sem kommentuðu en ég átti von á, sem er að sjálfsögðu magnað. Annars veit ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn