Náðu í appið
Motherhood

Motherhood (2009)

"There are no time-outs in..."

1 klst 30 mín2009

Eliza Welsh er heimavinnandi húsmóðir sem er á fullu við að undirbúa sex ára afmæli dóttur sinnar.

Rotten Tomatoes20%
Metacritic34
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Eliza Welsh er heimavinnandi húsmóðir sem er á fullu við að undirbúa sex ára afmæli dóttur sinnar. Maðurinn hennar er aldrei heima og börnin tvö, Clara og Lucas, eru kannski ekki algerir óþekktarormar, en það þýðir samt ekki að það sé einhver hægðarleikur að ala þau upp. Dagurinn byrjar á því að Clara gleymir skólatöskunni sinni heima, sem þýðir að Eliza þarf að keyra dóttur sína í skólann. Þegar hún hefur skilað Clöru í skólann fer hún með Lucas og hundinn þeirra út að ganga en lendir í ókurteisum manni sem verður alveg vitlaus yfir því að hún skuli ekki taka upp kúkinn eftir hundinn sinn. Frá þeim tímapunkti verður dagurinn bara verri og verri og það kemur fljótt í ljós að það væri bara virkilega góð mamma sem myndi lifa hann af án þess að missa vitið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Katherine Dieckmann
Katherine DieckmannHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

John Wells ProductionsUS