Náðu í appið

Futurama 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The future is here!

22 MÍNEnska

Pítsusendillinn Philip J. Fry, 25 ára, er óvart frystur árið 1999 og vaknar þegar hann er þýddur upp á gamlárskvöld árið 2999.

Aðalleikarar

Leikstjórn

blabla
Futurama er þáttur eftir sama höfund of The Simpsons (sem sést t.d. með yfirbitunum) og er um Fry, 25 ára pizzusendil sem lifir mjög leiðinlegu lífi. Hann sendlast í vísindastofu bara til þess að finna út að það var gervinafn (I.C. Weiner haha). Þetta er rétt fyrir áramót 1999 og ákveður að vera þar þangað til að nýja árið kemur (nokkrar mínútur). En þegar nýja árið slær inn dettur hann í frystiklefa og frystist í þúsund ár. Hann hittir Leelu sem er eineygður vinnumiðlari. Hún finnur eina ættingja hans sem er prof. Farnsworth, 149 (held ég) ára vísindamaður. Hann flýr þegar hann finnur út að allir verða að sinna sömu vinnunni til æviloka (sendill aftur fyrir hann) og hittir dónalega, stelsjúka og keðjureykjandi vélmennið Bender( hann drekkur líka en vélmenni þurfa áfengi til að lifa), og verða þeir vinir. Bender hjálpar Fry að fela sig frá Leelu en hún finnur þá. Fry hvetur hana til að hætta þegar hún segir honum að hún hati vinnuna sína. Þá eru þau þrjú öll atvinnulaus þangað til að þau finna frænda Fry og hann gefur þeim vinnu í sendingarfyrirtæki sínu (Fry verður aftur sendill en um geiminn). Í fyrirtækinu vinna líka Hermes, fyrrverandi limbómeistari sem sér um bókhaldið, Amy, lærlingur hjá Farnsworth(og var það í 12 ár en þau eldast ekkert í þessum þáttum) og dr. Zoidberg, geimvera sem líkist humar og læknirinn (sem veit nákvæmlega ekkert um mannslíkamann). Það sem gerir þessa þætti skemmtilega er brjálaður húmor en í mörgum eru hjartahlýjar sögur og aðrar spennandi.

**spoiler**
Það sem er meginefni í mörgum þáttum er samband Fry og Leelu. Það er gefið fram að Fry er ástfanginn af Leelu og gerir allt til þess að heilla hana. Í enda fjórðu myndarinnar byrjuðu þau saman en samband þeirra er mjög flókið. Í sumum þáttum virðist samband þeirra ganga vel. En heimska Frys er oft mjög erfitt fyrir sambandið. En stundum er eins og þau séu ekkert saman, samband þeirra ekkert nefnt.

**spoiler endar**
Þeir sem elska vísindaskáldskap munu elska þessa þætti(geimverur, geimskip,tímaflakk o.s. frv) og þeir sem hata vísindaskáldskap munu líka elska þessa þætti, þar sem húmorinn er svo sannalega í lagi.


Ég gef Futurama 9 af 10 stjörnum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn