Náðu í appið
Öllum leyfð

The Fox and the Hound 1981

Two friends that didn't know they were supposed to be enemies.

83 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Ættleiddur refur og veiðihundur verða bestu vinir sem hvolpar, og vináttan eykst með hverjum deginum. En þegar þeir verða eldri, þá vaxa þeir frá hvorum öðrum, þar til að það reynir verulega á sambandið.

Aðalleikarar

Lítill söguþráður en hefur eitthvað að segja
9. áratugur síðust aldar gerði mikið fyrir Disney. Jafnvel þótt áratugurinn var ekkert sérstaklega góður þá reyndu þeir með nokkrum myndum að prófa smávegis nýtt og sleppa nokkrum klisjum (t.d. hefur Black Cauldron ekkert lag og er miklu myrkari en margar aðrar Disney myndir og The Great Mouse Detective hafði enga ástarsögu). Það tókst loksins í enda áratugarins að koma með mynd sem hafði bæði alvarleika og metnað. Áreiðanlega stærsta ástæðan fyrir því var Don Bluth, fyrrverandi teiknari hjá Disney (sem vann að hluta til við þessa mynd) sem stofnaði sitt eigið fyrirtæki og kom með sína fyrstu mynd á þeim áratugi.
Flestar myndirnar hans á 9. áratugnum (sú fyrsta var ekki svo vinsæl, fyrirtækið varð gjaldþrota nokkrum árum síðar en var endurstofnað) voru bæði vinsælli og betur teknar en Disney-myndirnar. Ég hef alltaf haldið mest upp á The Secret of NIMH (hans fyrsta mynd) sem toppar nær allar Disney-myndirnar. Og út af þessu fóru Disney að hugsa aðeins betur um myndirnar sínar og upp úr því kom tímabil (1989 - 1999) sem var jafngott (ef ekki betra fyrir marga) og gullaldar tímabilið frá 1937-1942. Þannig að það er hægt að segja að Don Bluth hafði stór áhrif á teiknimyndir yfir höfuð.

The Fox and the Hound var fyrsta myndin á þessum áratugi og er að mínu mati sú besta (Já, betri en The Little Mermaid). Söguþráðurinn er ekki stór og hann verður á endanum fyrirsjáanlegur en það stoppar hana samt ekki í því að vera ágætlega góð mynd. Hún gerir reyndar ekkert nýtt samanborið við gamla efnið frá fyrirtækinu fyrir utan að hafa myrkasta klæmaxið síðan Bambi kom út 40 árum áður.

Karakterarnir eru mjög misjafnlega góðir þrátt fyrir að enginn af þeim sé beint lélegur. Todd og Copper ná bæði að hafa skemmtileg og hjartnæm atriði. Mér fannst líka gott að það voru einhver erfiði á milli þeirra í staðinn fyrir að vera einfalt og fljótt (eitthvað sem ég hélt alltaf að væri, samkvæmt trailerunum úr myndinni sem ég sá oft sem krakki). Mér finnst líka alltaf gaman að vita að Mickey Rooney og Kurt Russel töluðu fyrir þá þegar þeir urðu fullorðnir. Pat Buttram kemur aftur með sína hræðilega pirrandi röddu, þó hún sé ekki alveg eins slæm og í Robin Hood og The Rescuers. Tweed var líka góð, skiptandi milli þess að vera indæl og bad-ass (í alvöru, það er eitt atriði sem sýnir það algjörlega). Fuglarnir og hinn refurinn voru í lagi þótt þeir (fyrir utan ugluna) gerðu lítið fyrir söguna (ég brosa samt alltaf yfir: “Buh-buh-buh-beautiful”). Hliðarsagan með lirfuna dró myndin aðeins niður, fannst það hvorki vera það nauðsynlegt eða skemmtilegt.

Lögin eru það besta frá Disney síðan The AristoCats en voru þó ekkert það sérstök. Tónlistin er hins vegar aðeins betri.

Það sem virkilega gerir myndina fyrir mig er hvernig hún sýnir hvernig maður verður út af umhverfi og uppeldi en hefur samt möguleika á að breytast, en þar að auki hvernig það getur breytt vinum í verstu óvini. Myndin sýnir þetta á ekkert mjög augljósan hátt þótt það sé sjáanlegt, og gerir þetta frekar vel. Hún er miklu meira en bara um dýr að gera einhverja ákveðna hluti og hún er á engann hátt ástarsaga, jafnvel þótt að það komi kvenkyns refur við sögu. Það eina sem mér fannst algjörlega vanta við þessa mynd er að enginn deyr. Það er reyndar líklegt með einn karakter, en allar líkur eyðast nokkrum mínútum seinna. Hefði það verið þá hefði verið hægt að bera myndina saman við það sem Don Bluth kem með á áratugnum í sambandið við hversu alvarleg og góð myndin væri. En hún gerði það ekki og er verri en allt sem Bluth gerði á áratugnum (nema All Dogs go to heaven því ég hef aldrei séð hana)

Ég mundi gefa þessari mynd mjög háa sexu en út af mjög alvarlegu og góðu klæmaxi og fyrir að vera frekar vel raddleikin get ég leyft mér að gefa henni sjöu.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn