Náðu í appið
The Firm

The Firm (2009)

1 klst 27 mín2009

The Firm gerist á níunda áratugnum í heimi fótboltabullna í Bretlandi, en sá heimur er bæði harður og miskunnarlaus.

Rotten Tomatoes67%
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

The Firm gerist á níunda áratugnum í heimi fótboltabullna í Bretlandi, en sá heimur er bæði harður og miskunnarlaus. Dom (Calum McNab) er unglingur sem hefur mikinn áhuga á fótbolta og fer á alla leiki uppáhaldsliðsins síns ef hann mögulega kemst. Hann dregst svo smám saman inn í heim fótboltabullna sem fara á sömu leiki og fer að kynnast fólkinu og lífinu meðal þeirra. Sér í lagi verður hann fyrir áhrifum frá aðalstráknum í hópnum, Bex (Paul Anderson). Í ljós kemur að bullurnar eru í raun vel skipulögð samtök sem eiga í raun fátt skylt við fótbolta eða íþróttir, heldur virðist aðaltilgangurinn með hópnum vera sá að eiga í illdeilum við og berja á svipuðum hópum sem fylgja öðrum liðum í Bretlandi. Ofbeldið eykst í sífellu og Dom kemst brátt að hann vill losna úr þessum félagsskap, en það er ekki beint hægt að pakka saman og ganga burt frá svona fólki.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Nick Love
Nick LoveHandritshöfundurf. -0001
Al Ashton
Al AshtonHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Vertigo FilmsGB
Warner Bros. PicturesUS
Protagonist PicturesGB