Náðu í appið
30 Days of Night: Dark Days

30 Days of Night: Dark Days (2010)

1 klst 32 mín2010

30 Days of Night: Dark Days er beint framhald af smellinum 30 Days of Night frá 2007.

Rotten Tomatoes14%
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

30 Days of Night: Dark Days er beint framhald af smellinum 30 Days of Night frá 2007. Gerist þessi mynd ári eftir atburði fyrri myndarinnar, þar sem vampírur tortímdu bænum Barrow í Alaska um hávetur, þar sem sólin lætur ekki sjá sig í heilan mánuð. Stella Oleson (Kiele Sanchez), einn af örfáum eftirlifendum árásarinnar, er enn heltekin af sorg vegna missis eiginmannsins Eben, og hefur eytt síðastliðnu ári í að ferðast um og reyna að sannfæra aðra um að vampírur séu í raun og veru til. Þegar hún er við það að gefast upp hittir hún á hóp fólks sem trúir henni og er tilbúið til að hjálpa henni að ná fram hefndum gegn drottningu vampíranna, Lilith (Mia Kirshner), en Stella mun þurfa að leggja sig og aðra í stórhættu til að komast til hennar.

Aðalleikarar

Framleiðendur

Ghost House PicturesUS