Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Tveir strákar labba inn á krá eða einhvað þannig og fólkið sem er þar segir þeim að halda sig á veginum og varast tunglið ef ég man rétt og er ekki að rugla saman myndum. en allavega, varúlfur kemur og ræðst á strákana annar þeirra deyr en hinn lifir þetta af. Eftir það hefur hann þá bölvun að hann breytist í varúlf þegar að það er fullt tungl...
Synd og skömm að mynd með svona flottum titli skuli vera svona léleg. Mér finnst það mjög erfitt að tala illa um þessa mynd því mér þótti hún svo frábær þegar ég sá hana í bíó fyrir mörgum herrans árum. En svona illa gerð og innantóm mynd bara getur engan veginn verið frábær og ekki einu sinni náð meðallagi. Fyrri myndin An american werewolf in London minnir mig að hafi hins vegar verið rosalega góð og er þessi bara lítt annað en léleg stæling eins og einn hér að ofan minntist á. Ég verð þó að gefa þessari mynd heila stjörnu vegna mjög góðra minninga kvöldsins er ég sá hana fyrst. En ég bara skil ekki hvernig hún varð allt í einu svona slæm.
Alls ekki góð splatter mynd með mörgum óþekktum ekki að gleyma óreyndum leikurum sem gera sitt besta en endar illa. Ég sá hana fyrst einhvern tímann í sumar 1998 og leit upp á þessa mynd en nú lít ég í aðra átt. Það eina sem heldur myndinni lifandi er smá húmor og lítil spenna. Ég veit alls ekki hvað framleiðendurnir voru að hugsa en myndin er ekki nærri því að vera jafngóð og An American Werewolf in London.
Þessi mynd er dálítið óraunveruleg, en fyndin, nokkur MJÖG hrellandi atriði. Þegar maður var að horfa á hana þá hélt maður að það væri aldrei hægt að losa flækjuna sem maður var lentur í, en þetta endað alltsaman vel. Allt er gott sem endar vel..
Þetta er ömurlega hallærisleg mynd, illa leikin og algjörlega húmorslaus. Mjög léleg stæling af An American Werewolf in London, en sú mynd var snilld. Þessi mynd er engin snilld heldur mjög slök kópía af hinni. VARIST EFTIRLÍKINGAR..........
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Tim Burns, Tom Stern, Anthony Waller
Kostaði
$22.000.000
Tekjur
$26.570.463
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
8. maí 1998
VHS:
15. júlí 1998