Made in Dagenham (2010)
We Want Sex, Dagenham Girls
"Dagenham, England, 1968. An ordinary woman fights for equal pay and achieves something extraordinary."
Þetta gamandrama fjallar um hið sögufræga verkfall í Dagenham (þar sem Ford bílaverksmiðjurnar eru) árið 1968, þegar kvenkyns starfsmenn saumaverksmiðju gengu út til þess að...
Bönnuð innan 12 ára
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Þetta gamandrama fjallar um hið sögufræga verkfall í Dagenham (þar sem Ford bílaverksmiðjurnar eru) árið 1968, þegar kvenkyns starfsmenn saumaverksmiðju gengu út til þess að mótmæla kynbundnu launamisrétti og almennri lítilsvirðingu. Verkfallið leiddi að lokum til lagasetningar árið 1970 þar sem kveðið var á um launajafnrétti kynjanna. Konurnar hafa unnið langa og erfiða daga við afar snautleg skilyrði, auk þess að sjá um heimilin, matargerð, barnauppeldi og annað. Þær missa loks þolinmæðina þegar þær eru endurskilgreindar sem “ólærðar” og hefja baráttu fyrir bættum kjörum með húmor, almenna skynsemi og hugrekki að vopni. Þær mæta mikilli andstöðu yfirboðara sinna, samfélagsins og jafnvel ríkisstjórnarinnar sjálfrar, en undir stjórn hinnar skapríku Ritu berjast þær ótrauðar gegn ofureflinu.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur



















