I Hate Valentine's Day (2009)
I Hate Valentine‘s Day segir frá blómasalanum farsæla Genevieve Gernier (Vardalos), sem býr í New York og nýtur lífsins í botn.
Bönnuð innan 12 ára
KynlífSöguþráður
I Hate Valentine‘s Day segir frá blómasalanum farsæla Genevieve Gernier (Vardalos), sem býr í New York og nýtur lífsins í botn. Hún er alltaf með góð ráð á reiðum höndum fyrir vini sína þegar þeir lenda í sambandsvandræðum, enda er hún sjálfskipaður snillingur í slíkum málum. Hún trúir því auk þess statt og stöðugt að langtímasambönd séu hjóm eitt og að besta leiðin til í ástamálum sé að fara aldrei á meira en fimm stefnumót með sama manninum, því eftir það sé leiðin aðeins niður á við. Þegar hún kynnist svo og kolfellur fyrir veitingahúsaeigandanum Greg Gatlin (Corbett) þarf hún að leggja sig alla fram um að halda sjálf í þessa reglu, svo hún þurfi ekki að endurskoða allar sínar lífsskoðanir.












