Náðu í appið
Öllum leyfð

The Romantics 2010

Frumsýnd: 11. mars 2011

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

The Romantics segir frá sjö vinum sem tengdust sterkum böndum í háskóla en hafa síðan haldið hver í sína áttina. Nú sex árum síðar eru tveir vinanna, Lila og Tom að fara að gifta sig og ákveða að kalla vinahópinn saman að nýju í tilefni af því. Laura, Minnow, Jake, Tripler og Chip mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, en Laura á að vera... Lesa meira

The Romantics segir frá sjö vinum sem tengdust sterkum böndum í háskóla en hafa síðan haldið hver í sína áttina. Nú sex árum síðar eru tveir vinanna, Lila og Tom að fara að gifta sig og ákveða að kalla vinahópinn saman að nýju í tilefni af því. Laura, Minnow, Jake, Tripler og Chip mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, en Laura á að vera brúðarmær Lilu. Það sem flækir málin þó töluvert er að Laura og Tom voru kærustupar í háskóla, og skildu að skiptum á nokkuð sársaukafullan hátt. Laura hefur aldrei komist almennilega yfir Tom og Tom virðist sjálfur nokkuð ringlaður þegar hann sér Lauru á ný. Þetta setur brúðkaupið að sjálfsögðu í algert uppnám og ljóst að einhver mun ganga særður frá borði.... minna

Aðalleikarar

Romantic
Góð mynd. Fjallar um vinskap, ást og harmleik. Katie Holmes sýnir frábæran leik. Hún skipar aðalhlutverk myndarinnar. Maður hefur oftast séð hana leika aukahlutverk í myndum, s.s. í Batman begins og Wonder Boys. Josh Duhamel leikur einnig stórt hlutverk. Þegar ég frétti að hann léki í myndinni vissi ég ekki hvað ég ætti að halda. Heldur mikill b-leikari út frá því sem ég hef séð, þ.e. Las Vegas þættirnir og Transformers. Hann kemst samt alveg hjá og er fínn. Adam Brody úr O.C. er mjög góður sem og Malin Akerman úr Watchmen. Anna Paquin, sem brúðurin er frekar óþolandi, en ég held að það sé frekar vegna þess að persóna hennar á að vera frekar pirrandi heldur en að það sé leikkonunni að kenna. Handrit myndarinnar er mjög gott, sagan er fín en það er leikframmistaða leikaranna sem gerir myndina áhugaverða. Ég gæti séð fyrir mér að mörg atriði yrðu notuð í framtíðinni í hinum ýmsu leiklistarskólum sem kennsluefni.
Myndin er einkar góð, vel gerð og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn